Viðskipti innlent

Litlar upplýsingar um leigumarkað

Svanur Guðmundsson. 
Félag löggildra leigumiðlara vill bæta upplýsingar um íbúðaleigumarkaðinn.
Svanur Guðmundsson. Félag löggildra leigumiðlara vill bæta upplýsingar um íbúðaleigumarkaðinn.

„Það vantar betri upplýsingar um íbúðaleigumarkaðinn," segir Svanur Guðmundsson, formaður Félags löggildra leigumiðlara. Samtökin eru rétt farin af stað en þau voru stofnuð fyrir um hálfum mánuði.

Svanur segir aðstæður slíkar í dag að leigusamningum hafi fjölgað mjög mikið og séu þeir orðnir fleiri en kaupsamningar. Erfitt sé hins vegar að segja til um umfang íbúðaleigumarkaðarins þar sem yfirsýn skorti nú um stundir þvert á þarfir.

Hann segir upplýsingarnar liggja á borðum yfirvalda, svo sem hjá sýslumanninum í Reykjavík, en erfitt að nálgast þær þegar þörf krefji.

Samtökin horfa til þess að bæta úr upplýsingaskortinum, að sögn Svans.

„Við viljum að þeir opinberu aðilar sem eiga að gera þetta vinni vinnuna sína," segir hann. Að sama skapi ætla samtökin að safna saman upplýsingum og koma þeim áleiðis til opinberra aðila til að bæta þar úr. - jab








Fleiri fréttir

Sjá meira


×