Er von að glæðast á bandarískum fjármálamarkaði? 14. júlí 2009 15:51 Bandaríski fjárfestingabankinn Goldman Sachs, skilaði hagnaði uppá 3,4 milljarða bandaríkjadala á öðrum ársfjórðungi þessa árs. Tekjur bankans á ársfjórðungnum námu 13,8 milljörðum dala sem eru mestu ársfjórðungstekjur bankans frá upphafi. „Á meðan fjármálamarkaðir eru mjög brothættir og efnahagslífið er enn í miklum vandræðum, gefa þessar rekstrarniðurstöður von um að fjármálamarkaðurinn sé að rétta úr kútnum," segir yfirmaður hjá Goldman Sachs, í samtali við breska viðskiptablaðið Financial Times. Flestar deildir Goldman Sachs skiluðu mjög góðum árangri á ársfjórðungnum en margir yfirmenn bankans seldu hlutabréf í bankanum fyrir 700 milljónir bandaríkjadala eftir hrun fjárfestingabankans Lehman Brothers í september síðastliðnum. Þrátt fyrir fall Lehman Brothers virðist Goldman Sachs standa teinréttur. Búist er við því að bandarískir bankar skili góðri afkomu á öðrum ársfjórðungi með auknum hlutabréfa- og skuldabréfaútgáfum. Auk þess hefur eitruðum eignum bankanna, eins og til að mynda undirmálslánunum, fækkað verulega. Ennfremur er talið að velta á verðbréfamarkaðinum verði töluvert meiri á síðari ársfjórðungi þessar árs en á þeim fyrri. Benda þessar fréttir til þess að von sé að glæðast á bandarískum fjármálamarkaði. Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bandaríski fjárfestingabankinn Goldman Sachs, skilaði hagnaði uppá 3,4 milljarða bandaríkjadala á öðrum ársfjórðungi þessa árs. Tekjur bankans á ársfjórðungnum námu 13,8 milljörðum dala sem eru mestu ársfjórðungstekjur bankans frá upphafi. „Á meðan fjármálamarkaðir eru mjög brothættir og efnahagslífið er enn í miklum vandræðum, gefa þessar rekstrarniðurstöður von um að fjármálamarkaðurinn sé að rétta úr kútnum," segir yfirmaður hjá Goldman Sachs, í samtali við breska viðskiptablaðið Financial Times. Flestar deildir Goldman Sachs skiluðu mjög góðum árangri á ársfjórðungnum en margir yfirmenn bankans seldu hlutabréf í bankanum fyrir 700 milljónir bandaríkjadala eftir hrun fjárfestingabankans Lehman Brothers í september síðastliðnum. Þrátt fyrir fall Lehman Brothers virðist Goldman Sachs standa teinréttur. Búist er við því að bandarískir bankar skili góðri afkomu á öðrum ársfjórðungi með auknum hlutabréfa- og skuldabréfaútgáfum. Auk þess hefur eitruðum eignum bankanna, eins og til að mynda undirmálslánunum, fækkað verulega. Ennfremur er talið að velta á verðbréfamarkaðinum verði töluvert meiri á síðari ársfjórðungi þessar árs en á þeim fyrri. Benda þessar fréttir til þess að von sé að glæðast á bandarískum fjármálamarkaði.
Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira