Breska FSA kannar sölu á JJB Sports hlutum til Kaupþings 18. september 2009 08:46 Breska fjármálaeftirlitið (FSA) hefur boðað Chris Ronnie fyrrverandi forstjóra JJB Sports á sinn fund í næstu viku til að ræða sölu hans á hlutum í JJB Sports til Kaupþings. Eins og áður hefur komið fram var Ronnie viðskiptafélagi Exista í Bretlandi og um tíma átti hann og Exist um 30% hlut í JJB Sports. Í frétt um málið í Financial Times segir að þegar Ronnie seldi hlutinn til Kaupþings á sínum tíma hafi hann ekki látið stjórn félagsins vita af þeirri sölu. Hann var samt aldrei kærður fyrir þessi viðskipti. Fram kemur í fréttinni að þessi fundur hjá FSA sé ekki tengdur þeim rannsóknum sem bæði breska efnahagsbrotalögreglan (SFO) og breska samkeppniseftirlitið (OFT) eru með í gangi um hvort JJB Sports og Sports Direct hafi haft með sér verðsamráð á breska íþróttavörumarkaðinum í krafti ráðandi stöðu sinnar þar. Von er á mönnum frá SFO til Íslands á næstunni í tengslum við þá rannsókn sem og önnur mál sem tengjast aðdragenda íslenska bankahrunsins s.l. haust. Það kemur ekki fram í fréttinni hvenær umrædd sala fór fram en skömmu eftir áramótin leysti Kaupþing til sín hlut Ronnie og Exista í JJB Sports með veðkalli. Sjálfur sagði Chris Ronnie fyrr í vikunni að verið væri að gera hann að blóraböggli í rannsóknum SFO og OFT. Lögmaður hans, Tony Barnfather segir í samtali við Financial Times að rannsókn SFO beinist ekki að glæpsamlegu athæfi Ronnie. Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Breska fjármálaeftirlitið (FSA) hefur boðað Chris Ronnie fyrrverandi forstjóra JJB Sports á sinn fund í næstu viku til að ræða sölu hans á hlutum í JJB Sports til Kaupþings. Eins og áður hefur komið fram var Ronnie viðskiptafélagi Exista í Bretlandi og um tíma átti hann og Exist um 30% hlut í JJB Sports. Í frétt um málið í Financial Times segir að þegar Ronnie seldi hlutinn til Kaupþings á sínum tíma hafi hann ekki látið stjórn félagsins vita af þeirri sölu. Hann var samt aldrei kærður fyrir þessi viðskipti. Fram kemur í fréttinni að þessi fundur hjá FSA sé ekki tengdur þeim rannsóknum sem bæði breska efnahagsbrotalögreglan (SFO) og breska samkeppniseftirlitið (OFT) eru með í gangi um hvort JJB Sports og Sports Direct hafi haft með sér verðsamráð á breska íþróttavörumarkaðinum í krafti ráðandi stöðu sinnar þar. Von er á mönnum frá SFO til Íslands á næstunni í tengslum við þá rannsókn sem og önnur mál sem tengjast aðdragenda íslenska bankahrunsins s.l. haust. Það kemur ekki fram í fréttinni hvenær umrædd sala fór fram en skömmu eftir áramótin leysti Kaupþing til sín hlut Ronnie og Exista í JJB Sports með veðkalli. Sjálfur sagði Chris Ronnie fyrr í vikunni að verið væri að gera hann að blóraböggli í rannsóknum SFO og OFT. Lögmaður hans, Tony Barnfather segir í samtali við Financial Times að rannsókn SFO beinist ekki að glæpsamlegu athæfi Ronnie.
Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira