Óttast mengun á erfðavísum villtra þorska 23. júní 2009 14:58 Úr fiskeldisstöð. Náttúruverndarsinnar óttast að aukning þorskeldis muni leiða til frekari flótta þorsks úr þorskeldum sem leiði til mengunar á erfðavísum villtra þorska. Náttúruverndarsinnar hafa komið þessum áhyggjum sínum á framfæri vegna mikillar aukningar þorskeldis í Evrópu. Noregur er langstærsta þorskeldisþjóð heims með um 80% markaðshlutdeild á heimsvísu. Árið 2007 var framleiðsla þorskeldis í Noregi 10.375 tonn en ári síðar nam framleiðslan 16.523 tonnum, framleiðslan jókst því um 59% milli ára. Náttúrusinnar óttast þær afleiðingar sem aukning þorskeldisins gæti haft í för með sér ef eldisþorskurinn nær að losna úr þorskeldinu og þar með blandast villtum þorski í hafinu. Um það bil 228 þúsund eldisþorskar losnuðu út í hafið við Noregsstrendur árið 2008, samanborið við um 100 þúsund eldislaxa, jafnvel þótt laxeldi sé um 60 sinnum umfangsmeira en þorskeldi. Þegar þorskinum tekst að losna og hrygna út í hafið er hætta á að hann dreifi sjúkdómum í hinn náttúrulega stofn. Sú staðreynd, að þorskeldi hefur aukist gríðarlega um heim allann á undanförnum árum, ýtir undir ótta náttúruverndarsinna. Í Noregi hefur þorskeldi aukist úr 248 tonnum árið 2002 í 16.523 tonn árið 2009 eða meira en 6500% aukning á sjö árum. Framleiðsla á eldisþorski fer fram í Bandaríkjunum, Kanada, Íslandi og Danmörku auk Noregs. Heildar heimsframleiðsla á eldisþorski nemur um 20.000 tonnum samkvæmt heimildum Guardian. Samkvæmt því framleiða fyrrgreindar þjóðir, utan Noregs, innan við 3.500 tonn af því magni. Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Náttúruverndarsinnar óttast að aukning þorskeldis muni leiða til frekari flótta þorsks úr þorskeldum sem leiði til mengunar á erfðavísum villtra þorska. Náttúruverndarsinnar hafa komið þessum áhyggjum sínum á framfæri vegna mikillar aukningar þorskeldis í Evrópu. Noregur er langstærsta þorskeldisþjóð heims með um 80% markaðshlutdeild á heimsvísu. Árið 2007 var framleiðsla þorskeldis í Noregi 10.375 tonn en ári síðar nam framleiðslan 16.523 tonnum, framleiðslan jókst því um 59% milli ára. Náttúrusinnar óttast þær afleiðingar sem aukning þorskeldisins gæti haft í för með sér ef eldisþorskurinn nær að losna úr þorskeldinu og þar með blandast villtum þorski í hafinu. Um það bil 228 þúsund eldisþorskar losnuðu út í hafið við Noregsstrendur árið 2008, samanborið við um 100 þúsund eldislaxa, jafnvel þótt laxeldi sé um 60 sinnum umfangsmeira en þorskeldi. Þegar þorskinum tekst að losna og hrygna út í hafið er hætta á að hann dreifi sjúkdómum í hinn náttúrulega stofn. Sú staðreynd, að þorskeldi hefur aukist gríðarlega um heim allann á undanförnum árum, ýtir undir ótta náttúruverndarsinna. Í Noregi hefur þorskeldi aukist úr 248 tonnum árið 2002 í 16.523 tonn árið 2009 eða meira en 6500% aukning á sjö árum. Framleiðsla á eldisþorski fer fram í Bandaríkjunum, Kanada, Íslandi og Danmörku auk Noregs. Heildar heimsframleiðsla á eldisþorski nemur um 20.000 tonnum samkvæmt heimildum Guardian. Samkvæmt því framleiða fyrrgreindar þjóðir, utan Noregs, innan við 3.500 tonn af því magni.
Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira