Sharíabankar vekja athygli víða um heim 30. mars 2009 15:00 Áhuginn á sharíabönkum fer vaxandi. Fjárfestingar í takt við boðskap Kóranins er eitt mest ört vaxandi fyrirbærið á mörkuðum í London þessi misserin og verður ef til vill ein af mikilvægustu tekjulindum bankanna í náinni framtíð, að mati Richards Thomas, stjórnarformanns Gatehouse Bank. Gatehouse Bank var stofnaður í London fyrir tæpu ári síðan og varð þá fimmti sharía bankinn á Stóra Bretlandi. Velgengni bankans þykir benda til þess að áhuginn í að fjárfesta í takt við reglur Kóranins fari vaxandi. Ekki bara í múslimaríkjum heldur einnig í öðrum ríkjum þar sem nýrra leiða er leitað í fjárfestingum. Bankar líkt og Gatehouse Banki, sem starfa eftir reglum kóranins, taka ekki vexti af útlánum heldur taka þeir þóknun í upphafi viðskipta. Þá er óleyfilegt samkvæmt reglum sharíabanka að fjárfesta í óefnislegum eignum og hefur það vakið mikla athygli eftir því sem Richard Thomas segir. Thomas segir að með því fyrirkomulagi sem Gatehouse notar sé áhætta höfð í lágmarki. Af þessum ástæðum hafi fyrirkomulagið sem starfað er eftir vakið athygli í Bandaríkjunum, Sviss og víðar. Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Fjárfestingar í takt við boðskap Kóranins er eitt mest ört vaxandi fyrirbærið á mörkuðum í London þessi misserin og verður ef til vill ein af mikilvægustu tekjulindum bankanna í náinni framtíð, að mati Richards Thomas, stjórnarformanns Gatehouse Bank. Gatehouse Bank var stofnaður í London fyrir tæpu ári síðan og varð þá fimmti sharía bankinn á Stóra Bretlandi. Velgengni bankans þykir benda til þess að áhuginn í að fjárfesta í takt við reglur Kóranins fari vaxandi. Ekki bara í múslimaríkjum heldur einnig í öðrum ríkjum þar sem nýrra leiða er leitað í fjárfestingum. Bankar líkt og Gatehouse Banki, sem starfa eftir reglum kóranins, taka ekki vexti af útlánum heldur taka þeir þóknun í upphafi viðskipta. Þá er óleyfilegt samkvæmt reglum sharíabanka að fjárfesta í óefnislegum eignum og hefur það vakið mikla athygli eftir því sem Richard Thomas segir. Thomas segir að með því fyrirkomulagi sem Gatehouse notar sé áhætta höfð í lágmarki. Af þessum ástæðum hafi fyrirkomulagið sem starfað er eftir vakið athygli í Bandaríkjunum, Sviss og víðar.
Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira