Reyndist Grindvíkingum alltaf erfiður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. janúar 2009 15:09 Nick Bradford hefur sannað sig sem mikinn sigurvegara hér á landi. Nick Bradford er á leiðinni til Grindavíkur og mun spila með liðinu það sem eftir lifir vetrar. Grindvíkingar eru þar að ná í frábæran leikmann sem hefur sannað sig sem mikinn sigurvegara hér á landi og leikmann sem getur unnið leiki á báðum endum vallarins. Bradford varð Íslandsmeistari með Keflavík bæði tímabilin sem hann hefur spilað hér á landi, tímabilin 2003-04 og 2004-05. Bradord varð einnig bikarmeistari með Keflavík árið 2004. Grindvíkingar eru einnig að krækja í leikmann sem hefur staðið á milli þeirra og áframhaldandi þáttöku í úrslitakeppninni en kappinn var aldrei betri en einmitt í einvígum Keflavíkur á móti Grindavík í úrslitakeppninni. Það lýsir vel leikmanninum Nick Bradford að hann hækkaði sig í stigum, fráköstum, stoðsendingum og vörðum skotum í úrslitakeppninni. Keflavík vann 16 af 23 leikjum sínum með Nick Bradford innanborðs í úrslitakeppninni 2004 og 2005. Bradford var þá með 21,7 stig (19,7), 9,6 fráköst (8,9), 5,5 stosendingar (4,3) og 2,3 varin skot (0,8) að meðaltali í leik í þessum tveimur úrslitakeppnum en tölurnar í 39 deildarleikjum hans eru þarna með innan sviga. Bradford var vel yfir meðallagi í deildarleikjum sínum á móti Grindavík en hann var síðan frábær þegar Keflavík sló Grindavík út úr úrslitakeppninni bæði árins sem hann spilaði hér á landi. Bradford var með 19,5 stig, 10,8 fráköst og 5,3 stoðsendingar að meðaltali í 4 deildarleikjum á móti Grindavík en Keflavík vann þrjá af þessum fjórum leikjum. Í 8 leikjum á móti Grindavík í úrslitakeppninni var Bradford með 25,4 stig, 9,6 fráköst og 6,0 stoðsendingar að meðaltali. Hann hitti úr 53,6 prósent skota sinna í þessum leikjum og var einnig með 2,9 stolna bolta og 2,5 varin skot að meðaltali. Framlag hans var upp á 32,1 að meðaltali í leik. Keflavík vann Grindavík í oddaleik bæði þessi tímabil og besti maður vallarins í báðum leikjum var einmitt Nick Bradford, hver annar. Liðin mættust í fimmta leik í undanúrslitum í Grindavík 30. mars 2004 og þar var Bradford með 41 í framlagi í 101-89 sigri Keflavíkur. Bradford var með 31 stig, 9 fráköst, 8 stoðsendingar, 4 stolna bolta og 4 varin skot í leiknum. Árið eftir mættust sömu lið í þriðja leik í 8 liða úrslitum og fór leikurinn fram í Keflavík. Keflavík vann leikinn 80-75 og Bradford var með 29 stig, 16 fráköst og 6 stoðsendingar í leiknum. Framlagseinkunn hans fyrir þennan leik var upp á 36. Nick Bradford var 27 ára gamall þegar hann fagnaði Íslandsmeistaratitlinum 2005 sem besti leikmaður lokaúrslitanna en kappinn var þá með 23,0 stig, 12,5 fráköst, 6,3 stoðsendingar, 2,8 stolnir og 2,25 varin skot í lokaúrslitunum á móti Snæfelli. Síðan þá hefur hann spilað í Frakklandi en nú kominn aftur í slaginn í íslensku deildina og til liðs við eina helstu erkifjendur Keflavíkinga.Nick Bradford í deild og úrslitakeppni 2003/04 og 2004/05: Leikir 62 (45 sigrar, 17 töp) Stig í leik 20,4 Fráköst í leik 9,1 Stoðsendingar í leik 4,8 Stolnir boltar í leik 3,0 Varin skot í leik 1,4 Skotnýting 49,9% Framlag í leik 25,8Á móti Grindavík: Leikir 12 (8 sigrar, 4 töp) Stig í leik 23,4 Fráköst í leik 10,0 Stoðsendingar í leik 5,8 Stolnir boltar í leik 2,8 Varin skot í leik 2,1 Skotnýting 50,7% Framlag í leik 30,1 Dominos-deild karla Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Sjá meira
Nick Bradford er á leiðinni til Grindavíkur og mun spila með liðinu það sem eftir lifir vetrar. Grindvíkingar eru þar að ná í frábæran leikmann sem hefur sannað sig sem mikinn sigurvegara hér á landi og leikmann sem getur unnið leiki á báðum endum vallarins. Bradford varð Íslandsmeistari með Keflavík bæði tímabilin sem hann hefur spilað hér á landi, tímabilin 2003-04 og 2004-05. Bradord varð einnig bikarmeistari með Keflavík árið 2004. Grindvíkingar eru einnig að krækja í leikmann sem hefur staðið á milli þeirra og áframhaldandi þáttöku í úrslitakeppninni en kappinn var aldrei betri en einmitt í einvígum Keflavíkur á móti Grindavík í úrslitakeppninni. Það lýsir vel leikmanninum Nick Bradford að hann hækkaði sig í stigum, fráköstum, stoðsendingum og vörðum skotum í úrslitakeppninni. Keflavík vann 16 af 23 leikjum sínum með Nick Bradford innanborðs í úrslitakeppninni 2004 og 2005. Bradford var þá með 21,7 stig (19,7), 9,6 fráköst (8,9), 5,5 stosendingar (4,3) og 2,3 varin skot (0,8) að meðaltali í leik í þessum tveimur úrslitakeppnum en tölurnar í 39 deildarleikjum hans eru þarna með innan sviga. Bradford var vel yfir meðallagi í deildarleikjum sínum á móti Grindavík en hann var síðan frábær þegar Keflavík sló Grindavík út úr úrslitakeppninni bæði árins sem hann spilaði hér á landi. Bradford var með 19,5 stig, 10,8 fráköst og 5,3 stoðsendingar að meðaltali í 4 deildarleikjum á móti Grindavík en Keflavík vann þrjá af þessum fjórum leikjum. Í 8 leikjum á móti Grindavík í úrslitakeppninni var Bradford með 25,4 stig, 9,6 fráköst og 6,0 stoðsendingar að meðaltali. Hann hitti úr 53,6 prósent skota sinna í þessum leikjum og var einnig með 2,9 stolna bolta og 2,5 varin skot að meðaltali. Framlag hans var upp á 32,1 að meðaltali í leik. Keflavík vann Grindavík í oddaleik bæði þessi tímabil og besti maður vallarins í báðum leikjum var einmitt Nick Bradford, hver annar. Liðin mættust í fimmta leik í undanúrslitum í Grindavík 30. mars 2004 og þar var Bradford með 41 í framlagi í 101-89 sigri Keflavíkur. Bradford var með 31 stig, 9 fráköst, 8 stoðsendingar, 4 stolna bolta og 4 varin skot í leiknum. Árið eftir mættust sömu lið í þriðja leik í 8 liða úrslitum og fór leikurinn fram í Keflavík. Keflavík vann leikinn 80-75 og Bradford var með 29 stig, 16 fráköst og 6 stoðsendingar í leiknum. Framlagseinkunn hans fyrir þennan leik var upp á 36. Nick Bradford var 27 ára gamall þegar hann fagnaði Íslandsmeistaratitlinum 2005 sem besti leikmaður lokaúrslitanna en kappinn var þá með 23,0 stig, 12,5 fráköst, 6,3 stoðsendingar, 2,8 stolnir og 2,25 varin skot í lokaúrslitunum á móti Snæfelli. Síðan þá hefur hann spilað í Frakklandi en nú kominn aftur í slaginn í íslensku deildina og til liðs við eina helstu erkifjendur Keflavíkinga.Nick Bradford í deild og úrslitakeppni 2003/04 og 2004/05: Leikir 62 (45 sigrar, 17 töp) Stig í leik 20,4 Fráköst í leik 9,1 Stoðsendingar í leik 4,8 Stolnir boltar í leik 3,0 Varin skot í leik 1,4 Skotnýting 49,9% Framlag í leik 25,8Á móti Grindavík: Leikir 12 (8 sigrar, 4 töp) Stig í leik 23,4 Fráköst í leik 10,0 Stoðsendingar í leik 5,8 Stolnir boltar í leik 2,8 Varin skot í leik 2,1 Skotnýting 50,7% Framlag í leik 30,1
Dominos-deild karla Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum