Fótbolti

Toni keyrði heim í hálfleik

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Luca Toni í leik með Bayern München.
Luca Toni í leik með Bayern München. Nordic Photos / Bongarts

Luca Toni, leikmaður Bayern München, á ekki von á góðu eftir að hann yfirgaf völlinn og keyrði heim eftir að honum var skipt út af í hálfleik í leik Bayern gegn Schalke í dag.

Þetta fullyrða þýskir fjölmiðlar í dag og Louis van Gaal, þjálfari Bayern, leist ekki vel á.

„Þetta er óásættanlegt. Við vitum af þessu og munum ræða þetta innan félagsins. Ef þetta gerðist þá er það ekki gott," sagði van Gaal í sjónvarpsviðtali eftir leik.

Arjen Robben kom inn á fyrir Toni í upphafi seinni hálfleiks en leiknum lyktaði með 1-1 jafntefli. Bayern féll fyrir vikið í áttunda sæti þýsku úrvalsdeildarinnar.

Luca Toni hefur átt í mikilli baráttu um sæti í liði Bayern en hann hefur orðaður við lið í ensku úrvalsdeildinni, til að mynda West Ham.

Leverkusen er á toppi deildarinnar en liðið vann í dag 4-0 sigur á Frankfurt í gærkvöldi. Bremen og Hamburg eru fjórum stigum á eftir en eiga leik til góða.

Úrslit dagsins:

Bayern - Schalke 1-1

Hoffenheim - Wolfsburg 1-2

Mainz - Nürnberg 1-0

Bochum - Freiburg 1-2

Mönchengladbach - Stuttgart 0-0






Fleiri fréttir

Sjá meira


×