Fiat verði einn stærsti bílaframleiðandi heims 4. maí 2009 12:27 Ítalski bílaframleiðandinn Fiat stefnir að því að koma á einni stærstu bílaverksmiðju heims. Fiat reynir nú að kaupa rekstur bandaríska bílarisans General Motors í Evrópu eftir að hafa ná samning um yfirtöku á gjaldþrota risanum Chrysler. - Í síðustu viku var samið um að Fiat taka yfir meirihluta í bandaríska bílaframleiðandanum Chrysler sem óskaði þá eftir gjaldþrotavernd. Fiat fær fyrst tuttugu prósenta hlut í Chrysler og eignast síðan meirihluta í félaginu eftir að búið er að borga til baka neyðarlán frá bandaríska ríkinu. Nú horfa stjórnendur ítalska fyrirtækisins til evrópska reksturs General Motors sem þeir vilja kaupa. Þar með myndi Fiat eignast Vauxhall verksmiðjurnar í Bretlandi með fimm þúsund starfsmenn og Opel bílaverksmiðjurnar í Þýskalandi með tuttugu og sex þúsund starfsmenn. Ekki er talið að sænsku Saab verksmiðjurnar séu þar með en þær tilheyra einnig General Motors í Evrópu. Endurskipulagning Saab er í gangi og hún samkvæmt sænskum lögum. Talsmaður General Motors vill ekkert gefa upp um viðræður við Fiat, segir aðeins að nú standi yfir viðræður við fjölmarga mögulega fjárfesta. Framkvæmdastjóri Fiat fundar í dag með stjórnendum Opel í Berlín til að ræða möguleg kaup. Ekkert er þó í höfn því fleiri eru um hituna. En fái Fiat Opel munu stjórnendur ítalska bílaframleiðandans ætla að sameina sinn kjarnarekstur við Chrysler og evrópuhluta General Motors í nýtt fyrirtæki sem yrði skráð á markað líklegast undir nafninu Fiat/Opel. Það yrði einn stærsti bílaframleiðandi í heimi. Áætlað hefur verið að nýja fyrirtækið muni velta um 100 milljörðum dollara á ári, jafnvirði um 12.700 milljarða króna, og selja á bilinu sex til sjö milljónir bíla. Verð á bréfum í Fiat hefur hækkað í morgun vegna frétta af áformunum. Tengdar fréttir Fiat vill kaupa GM í Evrópu Eftir að hafa nýverið samið um að kaupa 20 prósenta hlut í Chrysler-bílaverksmiðjunum hyggst ítalski bílaframleiðandinn Fiat að auki festa kaup á General Motors í Evrópu og mynda með því stærstu bílaverksmiðju heims á eftir Toyota. 4. maí 2009 08:17 Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Ítalski bílaframleiðandinn Fiat stefnir að því að koma á einni stærstu bílaverksmiðju heims. Fiat reynir nú að kaupa rekstur bandaríska bílarisans General Motors í Evrópu eftir að hafa ná samning um yfirtöku á gjaldþrota risanum Chrysler. - Í síðustu viku var samið um að Fiat taka yfir meirihluta í bandaríska bílaframleiðandanum Chrysler sem óskaði þá eftir gjaldþrotavernd. Fiat fær fyrst tuttugu prósenta hlut í Chrysler og eignast síðan meirihluta í félaginu eftir að búið er að borga til baka neyðarlán frá bandaríska ríkinu. Nú horfa stjórnendur ítalska fyrirtækisins til evrópska reksturs General Motors sem þeir vilja kaupa. Þar með myndi Fiat eignast Vauxhall verksmiðjurnar í Bretlandi með fimm þúsund starfsmenn og Opel bílaverksmiðjurnar í Þýskalandi með tuttugu og sex þúsund starfsmenn. Ekki er talið að sænsku Saab verksmiðjurnar séu þar með en þær tilheyra einnig General Motors í Evrópu. Endurskipulagning Saab er í gangi og hún samkvæmt sænskum lögum. Talsmaður General Motors vill ekkert gefa upp um viðræður við Fiat, segir aðeins að nú standi yfir viðræður við fjölmarga mögulega fjárfesta. Framkvæmdastjóri Fiat fundar í dag með stjórnendum Opel í Berlín til að ræða möguleg kaup. Ekkert er þó í höfn því fleiri eru um hituna. En fái Fiat Opel munu stjórnendur ítalska bílaframleiðandans ætla að sameina sinn kjarnarekstur við Chrysler og evrópuhluta General Motors í nýtt fyrirtæki sem yrði skráð á markað líklegast undir nafninu Fiat/Opel. Það yrði einn stærsti bílaframleiðandi í heimi. Áætlað hefur verið að nýja fyrirtækið muni velta um 100 milljörðum dollara á ári, jafnvirði um 12.700 milljarða króna, og selja á bilinu sex til sjö milljónir bíla. Verð á bréfum í Fiat hefur hækkað í morgun vegna frétta af áformunum.
Tengdar fréttir Fiat vill kaupa GM í Evrópu Eftir að hafa nýverið samið um að kaupa 20 prósenta hlut í Chrysler-bílaverksmiðjunum hyggst ítalski bílaframleiðandinn Fiat að auki festa kaup á General Motors í Evrópu og mynda með því stærstu bílaverksmiðju heims á eftir Toyota. 4. maí 2009 08:17 Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Fiat vill kaupa GM í Evrópu Eftir að hafa nýverið samið um að kaupa 20 prósenta hlut í Chrysler-bílaverksmiðjunum hyggst ítalski bílaframleiðandinn Fiat að auki festa kaup á General Motors í Evrópu og mynda með því stærstu bílaverksmiðju heims á eftir Toyota. 4. maí 2009 08:17