Umfjöllun: Spenna í lokin þegar Keflavík lagði Grindavík Elvar Geir Magnússon skrifar 22. nóvember 2009 22:34 Guðjón Skúlason, þjálfari Keflavíkur. Keflavík vann Grindavík í Iceland Express-deildinni í kvöld 97-89. Leikurinn var afbragðsskemmtun en úrslitin gefa aðeins skakka mynd af þeirri spennu sem var undir lokin. Grindvíkingar reyndu við þriggja stiga körfu til að jafna metin þegar fimm sekúndur voru eftir. Með sigrinum komust Keflvíkingar upp að hlið Njarðvíkinga á toppi deildarinnar en þeir síðarnefndu eiga þó leik inni. Þessi tvö lið mætast einmitt í næstu umferð. Grindvíkingar þurftu á sigri að halda í kvöld til að reyna að blanda sér í toppbaráttuna. Þeir byrjuðu leikinn hinsvegar mjög illa og varnarleikur þeirra var dapur í fyrri hálfleik. Keflvíkingar náðu mest nítján stiga forystu en staðan í hálfleik var 52-44. Grindavíkurliðið kom mun grimmara til leiks í seinni hálfleiknum og minnkaði bilið verulega í þriðja leikhluta þar sem það náði forystunni um tíma. Keflavík var með eins stigs forystu fyrir síðasta leikhlutann þar sem spennan var mikil. Páll Axel Vilbergsson reyndi við þriggja stiga körfu þegar fimm sekúndur voru eftir og hefði getað jafnað metin. Ekki tókst það og Keflvíkingar gerðu þá út um leikinn. Sverrir Sverrisson rak smiðshöggið laglega þegar hann skoraði magnaða flautukörfu frá miðju. Átta stiga sigur Keflavíkur staðreynd. Þetta var fjórði tapleikur Grindavíkur í deildinni en liðinu var fyrir mót spáð Íslandsmeistaratitlinum. Keflvíkingar eru hinsvegar á góðu skriði og hafa unnið sjö deildarleiki í röð. Hörður Axel Vilhjálmsson átti mjög góðan leik fyrir Keflavík,var stigahæstur í liðinu með 22 stig. Darrell Flake var í sérflokki hjá gestunum. Keflavík - Grindavík 97-89 (52-44) Stig Keflavíkur: Hörður Axel Vilhjálmsson 22, Sverrir Þór Sverrisson 21, Rashon Clark 21, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 14, Gunnar Einarsson 11, Þröstur Leó Jóhannsson 8.Stig Grindavíkur: Darrell Flake 31, Brenton Birmingham 17, Páll Axel Vilbergsson 13, Þorleifur Ólafsson 11, Arnar Freyr Jónsson 7, Ómar Örn Sævarsson 6, Guðlaugur Eyjólfsson 2, Ólafur Ólafsson 2. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Friðrik: Alltaf vonbrigði að tapa leik „Slæm byrjun okkar í leiknum var lykillinn að sigri Keflavíkur,“ sagði Friðrik Ragnarsson, þjálfari Grindavíkur eftir stórleikinn í Iceland Express deildinni í kvöld. 22. nóvember 2009 21:25 Hörður Axel: Getum komist í magnaða stöðu „Þetta voru tvö hörkulið að spila og maður vissi að þetta yrði hörkuleikur," sagði Hörður Axel Vilhjálmsson, leikmaður Keflavíkur, eftir góðan sigur hans liðs á Grindavík í kvöld. 22. nóvember 2009 21:18 Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Fótbolti Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Fótbolti Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Fótbolti Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira
Keflavík vann Grindavík í Iceland Express-deildinni í kvöld 97-89. Leikurinn var afbragðsskemmtun en úrslitin gefa aðeins skakka mynd af þeirri spennu sem var undir lokin. Grindvíkingar reyndu við þriggja stiga körfu til að jafna metin þegar fimm sekúndur voru eftir. Með sigrinum komust Keflvíkingar upp að hlið Njarðvíkinga á toppi deildarinnar en þeir síðarnefndu eiga þó leik inni. Þessi tvö lið mætast einmitt í næstu umferð. Grindvíkingar þurftu á sigri að halda í kvöld til að reyna að blanda sér í toppbaráttuna. Þeir byrjuðu leikinn hinsvegar mjög illa og varnarleikur þeirra var dapur í fyrri hálfleik. Keflvíkingar náðu mest nítján stiga forystu en staðan í hálfleik var 52-44. Grindavíkurliðið kom mun grimmara til leiks í seinni hálfleiknum og minnkaði bilið verulega í þriðja leikhluta þar sem það náði forystunni um tíma. Keflavík var með eins stigs forystu fyrir síðasta leikhlutann þar sem spennan var mikil. Páll Axel Vilbergsson reyndi við þriggja stiga körfu þegar fimm sekúndur voru eftir og hefði getað jafnað metin. Ekki tókst það og Keflvíkingar gerðu þá út um leikinn. Sverrir Sverrisson rak smiðshöggið laglega þegar hann skoraði magnaða flautukörfu frá miðju. Átta stiga sigur Keflavíkur staðreynd. Þetta var fjórði tapleikur Grindavíkur í deildinni en liðinu var fyrir mót spáð Íslandsmeistaratitlinum. Keflvíkingar eru hinsvegar á góðu skriði og hafa unnið sjö deildarleiki í röð. Hörður Axel Vilhjálmsson átti mjög góðan leik fyrir Keflavík,var stigahæstur í liðinu með 22 stig. Darrell Flake var í sérflokki hjá gestunum. Keflavík - Grindavík 97-89 (52-44) Stig Keflavíkur: Hörður Axel Vilhjálmsson 22, Sverrir Þór Sverrisson 21, Rashon Clark 21, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 14, Gunnar Einarsson 11, Þröstur Leó Jóhannsson 8.Stig Grindavíkur: Darrell Flake 31, Brenton Birmingham 17, Páll Axel Vilbergsson 13, Þorleifur Ólafsson 11, Arnar Freyr Jónsson 7, Ómar Örn Sævarsson 6, Guðlaugur Eyjólfsson 2, Ólafur Ólafsson 2.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Friðrik: Alltaf vonbrigði að tapa leik „Slæm byrjun okkar í leiknum var lykillinn að sigri Keflavíkur,“ sagði Friðrik Ragnarsson, þjálfari Grindavíkur eftir stórleikinn í Iceland Express deildinni í kvöld. 22. nóvember 2009 21:25 Hörður Axel: Getum komist í magnaða stöðu „Þetta voru tvö hörkulið að spila og maður vissi að þetta yrði hörkuleikur," sagði Hörður Axel Vilhjálmsson, leikmaður Keflavíkur, eftir góðan sigur hans liðs á Grindavík í kvöld. 22. nóvember 2009 21:18 Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Fótbolti Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Fótbolti Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Fótbolti Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira
Friðrik: Alltaf vonbrigði að tapa leik „Slæm byrjun okkar í leiknum var lykillinn að sigri Keflavíkur,“ sagði Friðrik Ragnarsson, þjálfari Grindavíkur eftir stórleikinn í Iceland Express deildinni í kvöld. 22. nóvember 2009 21:25
Hörður Axel: Getum komist í magnaða stöðu „Þetta voru tvö hörkulið að spila og maður vissi að þetta yrði hörkuleikur," sagði Hörður Axel Vilhjálmsson, leikmaður Keflavíkur, eftir góðan sigur hans liðs á Grindavík í kvöld. 22. nóvember 2009 21:18