Fótbolti

Stuttgart er tilbúið að eyða miklum pening í Huntelaar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Klaas-Jan Huntelaar fagnar einu marka sinna fyrir Real Madrid.
Klaas-Jan Huntelaar fagnar einu marka sinna fyrir Real Madrid. Mynd/AFP

Erwin Staudt, stjórnarmaður Stuttgart, segir félagið tilbúið að eyða stórbrotnum upphæðum til þess að kaupa hollenska framherjann Klaas-Jan Huntelaar frá Real Madrid. Félögin eru komin langt í viðræðum sínum og það þykir afar líklegt að Huntelaar spili í þýsku úrvalsdeildinni næsta tímabil.

Huntelaar er aðeins búinn að vera í sex mánuði í Madrid en hann kom þangað frá Ajax um áramótin. Huntelaar skoraði 8 mörk í 20 leikjum með Real Madrid en hann skoraði 76 mörk í aðeins 92 leikjum með Ajax frá 2006 til 2008.

Stuttgart leggur mikla áherslu á að finna sóknarmann í stað Mario Gomez sem skoraði 24 mörk í 32 leikjum á síðasta tímabili og var síðan keyptur til Bayern München í lok maí.

Staudt segir Stuttgert þurfa lykilmann til framtíðar og félagið geri sér vel grein fyrir að slíkir leikmenn kosta mikinn pening. Stuttgert ætli hinsvegar að fjárfesta í Klaas-Jan Huntelaar.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×