Svikahrappur olli háu olíuverði Gunnar Örn Jónsson skrifar 3. júlí 2009 13:59 Mynd/AP Olíuverð náði óvænt hámarki á þessu ári síðastliðinn þriðjudag. Ástæðan er rakin til mikilla kaupa olíumiðlara á svarta gullinu. Viðskipti miðlarans eru talin ólögleg og hafa verið tilkynnt til breskra og bandarískra yfirvalda. Talið er að fyrirtækið sem miðlarinn starfar hjá hafi tapað tíu milljónum Bandarikjadala á viðskiptunum eða um það bil 1,3 milljörðum íslenskra króna. Olíumiðlarar í London og New York segja að hin "ólöglegu" viðskipti hafi orsakað þá miklu og óeðlilegu veltu sem átti sér stað á olíumarkaðinum á þriðjudaginn. „Viðskipti jukust verulega og hækkaði olíuverð um rúm 3,5% fyrir hádegi án nokkurrar ástæðu,“ er haft eftir olíumiðlara í New York. Það er breska fjármálablaðið Financial Times sem greinir frá þessu. Velta með olíu nam sextán milljónum tunna á einum klukkutíma. Það jafngildir tvöfaldri dagsframleiðslu Saudi Arabiu, stærsta olíuframleiðanda heims, og er mun meira en dagleg meðalvelta á olíu sem nemur um 500 þúsund tunnum. Umræddur miðlari er vel þekktur í geiranum og nýtur mikillar virðingar meðal starfsbræðra sinna. Þetta er í annað skiptið á árinu sem olíumiðlari er sakaður um sviksamlegt athæfi. Greinina má í heild sinni sjá hér. Mest lesið „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Olíuverð náði óvænt hámarki á þessu ári síðastliðinn þriðjudag. Ástæðan er rakin til mikilla kaupa olíumiðlara á svarta gullinu. Viðskipti miðlarans eru talin ólögleg og hafa verið tilkynnt til breskra og bandarískra yfirvalda. Talið er að fyrirtækið sem miðlarinn starfar hjá hafi tapað tíu milljónum Bandarikjadala á viðskiptunum eða um það bil 1,3 milljörðum íslenskra króna. Olíumiðlarar í London og New York segja að hin "ólöglegu" viðskipti hafi orsakað þá miklu og óeðlilegu veltu sem átti sér stað á olíumarkaðinum á þriðjudaginn. „Viðskipti jukust verulega og hækkaði olíuverð um rúm 3,5% fyrir hádegi án nokkurrar ástæðu,“ er haft eftir olíumiðlara í New York. Það er breska fjármálablaðið Financial Times sem greinir frá þessu. Velta með olíu nam sextán milljónum tunna á einum klukkutíma. Það jafngildir tvöfaldri dagsframleiðslu Saudi Arabiu, stærsta olíuframleiðanda heims, og er mun meira en dagleg meðalvelta á olíu sem nemur um 500 þúsund tunnum. Umræddur miðlari er vel þekktur í geiranum og nýtur mikillar virðingar meðal starfsbræðra sinna. Þetta er í annað skiptið á árinu sem olíumiðlari er sakaður um sviksamlegt athæfi. Greinina má í heild sinni sjá hér.
Mest lesið „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira