Vilja taka upp evru í samstarfi við AGS Höskuldur Kári Schram skrifar 17. apríl 2009 18:39 Sjálfstæðisflokkurinn vill að leitað verði eftir samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um upptöku evru hér á landi. Þingmaður flokksins segir viðbúið að skoðanir sambandsins á einhliða upptöku Evru hafi breyst í kjölfar efnhagskreppunnar. Skýrsla nefndar um þróun evrópumála var kynnt á blaðamannfundi í dag. Nefndin tók til starfa í marsmánuði í fyrra en henni var meðal annars ætlað að leggja mat á hugsanlegri aðild Íslands að Evrópusambandinu. Tíu sátu í nefndinni, fulltrúar þingflokka og fulltrúar atvinnulífsins. Ekki náðist sátt um eina sameiginlega niðurstöðu heldur fylgdu skýrslunni fimm sérálit. Í séráliti sjálfstæðismanna kemur fram að þeir telja að leita eigi eftir samstarfi við Alþjóðgjaldeyrisjóðinn um að Ísland fái að taka upp evru án aðildar að bandalaginu. „Auðvitað gerum við okkur grein fyrir því að það væri ekki auðsótt en það hefur komið fram að hjá Alþjóðagjaldeyrisjóðnum að þeir telja að það sé skynsamlegt að þær þjóðir sem eru komnar inn í ESB en hafa ekki tekið upp evruna að þeim sé hleypt strax núna inn í evruna," segir Illugi Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og bætir við að um raunhæfan möguleika sé að ræða. „Við skoðuðum þetta mál í haust áður en þetta hrun varð hér og fengum mjög neikvæð viðbrögð áður en allar þessar hörmungar hafa gengið yfir Evrópu. Viðhorf hafa mjög breyst hvað þetta varðar síðan þá." Gylfi Arnbjörnsson forseti Alþýðusambandsins segir að engin pólitískur vilji sé innan Evrópusambandsins að Ísland fái að taka upp evru án beinnar aðildar. „Það að gera það í trássi við Evrópusambandið það þýðir að við þyrfum að fara út í það að kaupa evrur og þá spyr ég með hverju ætlum við að borga það vegna þess að okkar króna er ekki gjaldmiðlinn fyrir slíkum kaupum," segir Gylfi. Í sameiginlegu séráliti Samfylkingar, Alþýðusambandsins og þriggja aðildarfélaga Samtaka atvinnulfísins er mælt með því að Ísland sæki um aðild sem fyrst. Þingmaður Samfylkingarinnar telur nauðsynlegt að aðildarviðræður hefjist næsta sumar. „Annars er hætta að það verði ennþá meiri seinkun og miðað við hvernig ástandið er núna þá höfum við ekki efni á því að búa við íslensku krónuna, við þessi gjaldeyrishöft búa við þessar sveiflur og óróleika í mörg ár í viðbót. það er engin tilviljun að allt atvinnulífið er að öskra á evruna með samfylkingunni á evrópusambandsaðild," segir Ágúst Ólafur Ágústsson. Kosningar 2009 Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Innlent Fleiri fréttir Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn vill að leitað verði eftir samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um upptöku evru hér á landi. Þingmaður flokksins segir viðbúið að skoðanir sambandsins á einhliða upptöku Evru hafi breyst í kjölfar efnhagskreppunnar. Skýrsla nefndar um þróun evrópumála var kynnt á blaðamannfundi í dag. Nefndin tók til starfa í marsmánuði í fyrra en henni var meðal annars ætlað að leggja mat á hugsanlegri aðild Íslands að Evrópusambandinu. Tíu sátu í nefndinni, fulltrúar þingflokka og fulltrúar atvinnulífsins. Ekki náðist sátt um eina sameiginlega niðurstöðu heldur fylgdu skýrslunni fimm sérálit. Í séráliti sjálfstæðismanna kemur fram að þeir telja að leita eigi eftir samstarfi við Alþjóðgjaldeyrisjóðinn um að Ísland fái að taka upp evru án aðildar að bandalaginu. „Auðvitað gerum við okkur grein fyrir því að það væri ekki auðsótt en það hefur komið fram að hjá Alþjóðagjaldeyrisjóðnum að þeir telja að það sé skynsamlegt að þær þjóðir sem eru komnar inn í ESB en hafa ekki tekið upp evruna að þeim sé hleypt strax núna inn í evruna," segir Illugi Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og bætir við að um raunhæfan möguleika sé að ræða. „Við skoðuðum þetta mál í haust áður en þetta hrun varð hér og fengum mjög neikvæð viðbrögð áður en allar þessar hörmungar hafa gengið yfir Evrópu. Viðhorf hafa mjög breyst hvað þetta varðar síðan þá." Gylfi Arnbjörnsson forseti Alþýðusambandsins segir að engin pólitískur vilji sé innan Evrópusambandsins að Ísland fái að taka upp evru án beinnar aðildar. „Það að gera það í trássi við Evrópusambandið það þýðir að við þyrfum að fara út í það að kaupa evrur og þá spyr ég með hverju ætlum við að borga það vegna þess að okkar króna er ekki gjaldmiðlinn fyrir slíkum kaupum," segir Gylfi. Í sameiginlegu séráliti Samfylkingar, Alþýðusambandsins og þriggja aðildarfélaga Samtaka atvinnulfísins er mælt með því að Ísland sæki um aðild sem fyrst. Þingmaður Samfylkingarinnar telur nauðsynlegt að aðildarviðræður hefjist næsta sumar. „Annars er hætta að það verði ennþá meiri seinkun og miðað við hvernig ástandið er núna þá höfum við ekki efni á því að búa við íslensku krónuna, við þessi gjaldeyrishöft búa við þessar sveiflur og óróleika í mörg ár í viðbót. það er engin tilviljun að allt atvinnulífið er að öskra á evruna með samfylkingunni á evrópusambandsaðild," segir Ágúst Ólafur Ágústsson.
Kosningar 2009 Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Innlent Fleiri fréttir Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Sjá meira