Buffett græðir yfir 2 milljarða dollara á Goldman Sachs 24. júlí 2009 10:20 Gengishagnaður ofurfjárfestisins Warren Buffett á kaupum á hlutabfréfum í Goldman Sachs s.l. vetur er nú kominn í 2,2 milljarða dollara eða tæplega 280 milljarða kr. Þetta kemur fram á Bloomberg fréttaveitunni. Goldman Sachs leitaði til Buffett í kjölfar þess að Lehman Brothers urðu gjaldþrota s.l. haust og Bank of America hafði tekið yfir Merill Lynch til að forða þeim banka frá gjaldþroti. Buffett ákvað að leggja Goldman Sachs til fjármagn í gegnum eignarhaldfélag sitt Berkshire Hathaway. Bara það að Buffett var tilbúin að koma inn í Goldman Sachs með fé var nóg til þess að stöðugleiki komst á hluti í Goldman Sachs sem höfðu verið í frjálsu falli á markaðinum fram yfir áramótin síðustu. Buffett fékk kauprétt á hlutum í Goldman Sachs að upphæð 5 milljarða dollara á genginu 115 dollarar á hlut. Í dag stendur gengið í 162 dollurum. Þetta er ávöxtun upp á 44% fyrir Buffett og ef hann kysi að leysa til sín hlutina í dag fengi hann 2,2 milljarða dollara í vasann sem hagnað af viðskiptunum við Goldman Sachs. „Það hlýtur að vera gott að vera Warren Buffett," segir Gerald Martin prófessor í fjármálastarfsemi við Kogod viðskiptaháskólann í Washington en hann hefur rannsakað viðskiptasögu Buffetts. „Þessar tölur koma eins og blaut tuska í andlit þeirra sem segja að Buffett hafi tapað neista sínum." Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Gengishagnaður ofurfjárfestisins Warren Buffett á kaupum á hlutabfréfum í Goldman Sachs s.l. vetur er nú kominn í 2,2 milljarða dollara eða tæplega 280 milljarða kr. Þetta kemur fram á Bloomberg fréttaveitunni. Goldman Sachs leitaði til Buffett í kjölfar þess að Lehman Brothers urðu gjaldþrota s.l. haust og Bank of America hafði tekið yfir Merill Lynch til að forða þeim banka frá gjaldþroti. Buffett ákvað að leggja Goldman Sachs til fjármagn í gegnum eignarhaldfélag sitt Berkshire Hathaway. Bara það að Buffett var tilbúin að koma inn í Goldman Sachs með fé var nóg til þess að stöðugleiki komst á hluti í Goldman Sachs sem höfðu verið í frjálsu falli á markaðinum fram yfir áramótin síðustu. Buffett fékk kauprétt á hlutum í Goldman Sachs að upphæð 5 milljarða dollara á genginu 115 dollarar á hlut. Í dag stendur gengið í 162 dollurum. Þetta er ávöxtun upp á 44% fyrir Buffett og ef hann kysi að leysa til sín hlutina í dag fengi hann 2,2 milljarða dollara í vasann sem hagnað af viðskiptunum við Goldman Sachs. „Það hlýtur að vera gott að vera Warren Buffett," segir Gerald Martin prófessor í fjármálastarfsemi við Kogod viðskiptaháskólann í Washington en hann hefur rannsakað viðskiptasögu Buffetts. „Þessar tölur koma eins og blaut tuska í andlit þeirra sem segja að Buffett hafi tapað neista sínum."
Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira