Fjármálakreppan á Íslandi kemur við kaunin á Dönum 27. janúar 2009 13:50 Danskt efnahagslíf finnur verulega fyrir fjármálakeppunni á Íslandi. Danir telja að útflutningur þeirra til Íslands muni minnka um 17% í ár og þar með munu tekjur upp á hálfan milljarð danskra kr. eða um tæpa 11 milljarða kr. Í umfjöllun um málið á vefsíðunni business.dk segir að fyrir utan tapið í útflutningnum megi svo nefna minnkandi umsvif danskra fyrirtækja á Íslandi. Hið stærsta þeirra er Ístak sem er í eigu verktakafyrirtækisins Phil og Sön. Þar á bæ reikna menn með að umsvifin á Íslandi muni dragast saman um hálfan milljarð kr. sökum kreppunnar. Sú tala er ekki inn í töpuðum útflutningstekjum þar sem Ístak er skráð á Íslandi. Rætt er við Sören Langvad forstjóra Phil og Sön um málið sem segir að rekstur Ístak sé um 15% af heildarveltu fyrirtækisins. Og að áætlað sé að veltan á Íslandi muni minnka um helming í ár. "Við vonum að við getum boðið íslenskum starfsmönnum okkar vinnu í staðinn í einhverjum af þeim tuttugu löndum sem við störfum í," segir Langvad. "En ef starfsmennirnir geta ekki af einhverjum ástæðum flutt frá Íslandi er ekki mikið sem við getum gert." Einnig er rætt við Claus Winther markaðsstjóra Idealcombi, sem framleiðir glugga og fleira og hefur flutt töluvert af vörum til Íslands. Winther segir að þeir telji sig heppna ef útflutningur þeirra til Íslands minnki ekki um meir en 70% í ár miðað við árið í fyrra. Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Danskt efnahagslíf finnur verulega fyrir fjármálakeppunni á Íslandi. Danir telja að útflutningur þeirra til Íslands muni minnka um 17% í ár og þar með munu tekjur upp á hálfan milljarð danskra kr. eða um tæpa 11 milljarða kr. Í umfjöllun um málið á vefsíðunni business.dk segir að fyrir utan tapið í útflutningnum megi svo nefna minnkandi umsvif danskra fyrirtækja á Íslandi. Hið stærsta þeirra er Ístak sem er í eigu verktakafyrirtækisins Phil og Sön. Þar á bæ reikna menn með að umsvifin á Íslandi muni dragast saman um hálfan milljarð kr. sökum kreppunnar. Sú tala er ekki inn í töpuðum útflutningstekjum þar sem Ístak er skráð á Íslandi. Rætt er við Sören Langvad forstjóra Phil og Sön um málið sem segir að rekstur Ístak sé um 15% af heildarveltu fyrirtækisins. Og að áætlað sé að veltan á Íslandi muni minnka um helming í ár. "Við vonum að við getum boðið íslenskum starfsmönnum okkar vinnu í staðinn í einhverjum af þeim tuttugu löndum sem við störfum í," segir Langvad. "En ef starfsmennirnir geta ekki af einhverjum ástæðum flutt frá Íslandi er ekki mikið sem við getum gert." Einnig er rætt við Claus Winther markaðsstjóra Idealcombi, sem framleiðir glugga og fleira og hefur flutt töluvert af vörum til Íslands. Winther segir að þeir telji sig heppna ef útflutningur þeirra til Íslands minnki ekki um meir en 70% í ár miðað við árið í fyrra.
Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira