Byggjum betra Ísland Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar 25. febrúar 2009 06:00 Á næstu vikum og mánuðum er áætlað að 10 fyrirtæki komist í greiðsluþrot dag hvern. Nýjustu tölur frá Vinnumálastofnun segja að nú séu 16.000 manns á atvinnuleysisskrá. Þegar ný ríkisstjórn tók við keflinu sagði Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, að verkefni nýrrar stjórnar væri fyrst og fremst að reisa við atvinnuvegina og mynda skjaldborg um heimilin í landinu. Í trausti þess ákváðum framsóknarmenn að verja minnihlutastjórn Samfylkingarinnar og Vinstri Grænna vantrausti. Það er sannfæring okkar að ekkert er mikilvægara en að verja heimilin og fyrirtækin í landinu. Það verður ekki gert með óskhyggju eða fallegum orðum, heldur aðeins með raunverulegum aðgerðum og einbeittum vilja. Lækkun vaxtaBirkir Jón Jónsson Varaformaður FramsóknarflokksinsHáir stýrivextir eru að sliga íslensk heimili og fyrirtæki. Á sama tíma og helstu viðskiptalönd okkar eru að bregðast við minnkandi eftirspurn með því að lækka stýrivexti, allt niður í núll prósent, býr íslenskur almenningur við okurvexti. Öll rök hníga að því að lækka vexti og þarf vaxtalækkunarferlið að hefjast strax í samráði við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Helstu rök fyrir lækkun vaxta eru mikill samdráttur í íslensku efnahagslífi, hratt lækkandi verðbólga, jákvæður vöruskiptajöfnuður, mikið atvinnuleysi og minnkandi eftirspurn eftir þjónustu og vörum. Aðgerðir fyrir heimilinEygló Harðardóttir Ritari FramsóknarflokksinsSkuldir eru að sliga íbúa landsins. Ekki er hægt að bíða lengur með að skera þjóðina úr hengingarólinni, og losa um skuldaklafann. Við leggjum til að öll húsnæðislán verði færð frá bönkunum til Íbúðalánasjóðs, miðað við þá afskrift sem varð á lánasöfnun við flutninginn yfir til nýju bankanna. Íbúðalánasjóður veitir síðan flata 20% niðurfellingu skulda vegna allra húsnæðislána hjá sjóðnum. Þannig yrði tryggt jafnræði milli þeirra sem áttu húsnæðislán hjá bönkunum og Íbúðalánasjóði. Þetta byggist á því að nýju bankarnir fengu lánasöfn gömlu bankanna með verulegum afslætti. Þannig eru erlendu kröfuhafarnir búnir að afskrifa eignir í gömlu íslensku bönkunum, sumir jafnvel að öllu leiti. Nauðsynlegt er að koma fasteignamarkaðnum aftur af stað. Við leggjum til að hámarkslán sjóðsins verði 30 milljónir en að lánshlutfall verði jafnframt lækkað í 70%. Þannig nýtist lán frá sjóðnum til kaupa á fleiri eignum en áhætta sjóðsins er minnkuð að sama skapi. Stimpilgjöld á fasteignaviðskiptum yrðu afnumin. Snúum hjólum atvinnulífsinsHá vaxtabyrði og gjaldeyrishöft eru að þurrka upp lausafé í landinu og því þarf að auka peningamagn í umferð. Í fyrsta lagi verði lífeyrissjóðum gert kleift að eiga gjaldeyrisviðskipti. Lífeyrissjóðirnir eiga miklar eignir erlendis. Með því að leyfa þeim að stunda gjaldeyrisviðskipti geta þeir selt eignir erlendis og keypt krónur á hagstæðum kjörum af þeim erlendu aðilum sem eiga krónueignir og vilja selja þær. Samhliða þessu mun ríkið ábyrgjast lán til skamms tíma á milli banka, til að koma aftur á stað millibankamarkaði með krónur. Þetta gerir bönkunum kleift að lána fyrirtækjum á ný. Í þriðja lagi leggjum við til að stjórnvöld komi á stofn sjóði sem kaupir eignir, til dæmis lán, af bönkunum fyrir ríkisbréf. Allt þetta mun auka peningamagn í umferð til muna og tryggja að hjól atvinnulífsins fari að snúast á nýjan leik. Endurskipulagning fjármálakerfisinsStór þáttur í að tryggja trúverðugleika og traust á nýju bönkunum og á íslensku efnahagslífi er að kröfuhafar eignist hlut í nýju bönkunum. Hætta er á að með setningu neyðarlaganna þann 6. október hafi ríkið skapað sér bótaskyldu gagnvart kröfuhöfum. Með því að kröfuhafar eignuðust hlut í nýju bönkunum yrði hlutur þeirra réttur og tryggt að hagsmunir þeirra og Íslands færu saman við uppbyggingu bankanna og efnahagslífsins. Kröfuhafar myndu þannig sjá sér hag í að færa eignir úr gömlu bönkunum yfir í þá nýju á lægra verði til að styrkja nýju bankana. Samhliða þessu verður skipt um yfirstjórn í Seðlabankanum. Sannfæring okkarAlltof oft að undanförnu hafa stjórnmál snúist um smámuni. Stjórnmál eiga að snúast um að fylgja hugsjónum sínum og sannfæringu. Þingmenn eiga að sjálfsögðu að hafa frelsi til að fylgja sannfæringu sinni og Alþingi á að sinna hlutverki sínu sem æðsta valdastofnun landsins. Hlutverk ríkisstjórnarinnar á að vera að framfylgja vilja þingsins. Hlutverk þeirra sem sitja á Alþingi er að koma hjólum atvinnulífsins í gang og standa vörð um heimilin í landinu. Við teljum að efnahagstillögur okkar geri það kleift á þeim skamma tíma sem er til kosninga. Aðeins með samvinnu og sanngirni getum við byggt upp betra Ísland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Mest lesið Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Orka flækt í þungu regluverki Sigurður Steinar Ásgeirsson Skoðun Hagaðilar, samheldni og sjálfbærni Hrund Gunnsteinsdóttir Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Lifi bensínafgreiðslumaðurinn! Davíð Þór Jónsson Bakþankar Vandað verklag við aðhald í ríkisrekstri Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Kardemommubærinn Karólína Helga Símonardóttir,Sigurjón Ingvason Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Skoðun Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Á næstu vikum og mánuðum er áætlað að 10 fyrirtæki komist í greiðsluþrot dag hvern. Nýjustu tölur frá Vinnumálastofnun segja að nú séu 16.000 manns á atvinnuleysisskrá. Þegar ný ríkisstjórn tók við keflinu sagði Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, að verkefni nýrrar stjórnar væri fyrst og fremst að reisa við atvinnuvegina og mynda skjaldborg um heimilin í landinu. Í trausti þess ákváðum framsóknarmenn að verja minnihlutastjórn Samfylkingarinnar og Vinstri Grænna vantrausti. Það er sannfæring okkar að ekkert er mikilvægara en að verja heimilin og fyrirtækin í landinu. Það verður ekki gert með óskhyggju eða fallegum orðum, heldur aðeins með raunverulegum aðgerðum og einbeittum vilja. Lækkun vaxtaBirkir Jón Jónsson Varaformaður FramsóknarflokksinsHáir stýrivextir eru að sliga íslensk heimili og fyrirtæki. Á sama tíma og helstu viðskiptalönd okkar eru að bregðast við minnkandi eftirspurn með því að lækka stýrivexti, allt niður í núll prósent, býr íslenskur almenningur við okurvexti. Öll rök hníga að því að lækka vexti og þarf vaxtalækkunarferlið að hefjast strax í samráði við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Helstu rök fyrir lækkun vaxta eru mikill samdráttur í íslensku efnahagslífi, hratt lækkandi verðbólga, jákvæður vöruskiptajöfnuður, mikið atvinnuleysi og minnkandi eftirspurn eftir þjónustu og vörum. Aðgerðir fyrir heimilinEygló Harðardóttir Ritari FramsóknarflokksinsSkuldir eru að sliga íbúa landsins. Ekki er hægt að bíða lengur með að skera þjóðina úr hengingarólinni, og losa um skuldaklafann. Við leggjum til að öll húsnæðislán verði færð frá bönkunum til Íbúðalánasjóðs, miðað við þá afskrift sem varð á lánasöfnun við flutninginn yfir til nýju bankanna. Íbúðalánasjóður veitir síðan flata 20% niðurfellingu skulda vegna allra húsnæðislána hjá sjóðnum. Þannig yrði tryggt jafnræði milli þeirra sem áttu húsnæðislán hjá bönkunum og Íbúðalánasjóði. Þetta byggist á því að nýju bankarnir fengu lánasöfn gömlu bankanna með verulegum afslætti. Þannig eru erlendu kröfuhafarnir búnir að afskrifa eignir í gömlu íslensku bönkunum, sumir jafnvel að öllu leiti. Nauðsynlegt er að koma fasteignamarkaðnum aftur af stað. Við leggjum til að hámarkslán sjóðsins verði 30 milljónir en að lánshlutfall verði jafnframt lækkað í 70%. Þannig nýtist lán frá sjóðnum til kaupa á fleiri eignum en áhætta sjóðsins er minnkuð að sama skapi. Stimpilgjöld á fasteignaviðskiptum yrðu afnumin. Snúum hjólum atvinnulífsinsHá vaxtabyrði og gjaldeyrishöft eru að þurrka upp lausafé í landinu og því þarf að auka peningamagn í umferð. Í fyrsta lagi verði lífeyrissjóðum gert kleift að eiga gjaldeyrisviðskipti. Lífeyrissjóðirnir eiga miklar eignir erlendis. Með því að leyfa þeim að stunda gjaldeyrisviðskipti geta þeir selt eignir erlendis og keypt krónur á hagstæðum kjörum af þeim erlendu aðilum sem eiga krónueignir og vilja selja þær. Samhliða þessu mun ríkið ábyrgjast lán til skamms tíma á milli banka, til að koma aftur á stað millibankamarkaði með krónur. Þetta gerir bönkunum kleift að lána fyrirtækjum á ný. Í þriðja lagi leggjum við til að stjórnvöld komi á stofn sjóði sem kaupir eignir, til dæmis lán, af bönkunum fyrir ríkisbréf. Allt þetta mun auka peningamagn í umferð til muna og tryggja að hjól atvinnulífsins fari að snúast á nýjan leik. Endurskipulagning fjármálakerfisinsStór þáttur í að tryggja trúverðugleika og traust á nýju bönkunum og á íslensku efnahagslífi er að kröfuhafar eignist hlut í nýju bönkunum. Hætta er á að með setningu neyðarlaganna þann 6. október hafi ríkið skapað sér bótaskyldu gagnvart kröfuhöfum. Með því að kröfuhafar eignuðust hlut í nýju bönkunum yrði hlutur þeirra réttur og tryggt að hagsmunir þeirra og Íslands færu saman við uppbyggingu bankanna og efnahagslífsins. Kröfuhafar myndu þannig sjá sér hag í að færa eignir úr gömlu bönkunum yfir í þá nýju á lægra verði til að styrkja nýju bankana. Samhliða þessu verður skipt um yfirstjórn í Seðlabankanum. Sannfæring okkarAlltof oft að undanförnu hafa stjórnmál snúist um smámuni. Stjórnmál eiga að snúast um að fylgja hugsjónum sínum og sannfæringu. Þingmenn eiga að sjálfsögðu að hafa frelsi til að fylgja sannfæringu sinni og Alþingi á að sinna hlutverki sínu sem æðsta valdastofnun landsins. Hlutverk ríkisstjórnarinnar á að vera að framfylgja vilja þingsins. Hlutverk þeirra sem sitja á Alþingi er að koma hjólum atvinnulífsins í gang og standa vörð um heimilin í landinu. Við teljum að efnahagstillögur okkar geri það kleift á þeim skamma tíma sem er til kosninga. Aðeins með samvinnu og sanngirni getum við byggt upp betra Ísland.
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar