Viðskipti innlent

Ryanair tapar

Michael O‘leary Niðurfærsla á eignarhlut í Aer Lingus varð til þess að lággjaldaflugfélagið Ryanair skilaði tapi í fyrsta sinn í sögu félagsins. Markaðurinn/AFP
Michael O‘leary Niðurfærsla á eignarhlut í Aer Lingus varð til þess að lággjaldaflugfélagið Ryanair skilaði tapi í fyrsta sinn í sögu félagsins. Markaðurinn/AFP Markaðurinn/AFP

Írska lággjaldaflugfélagið Ryanair tapaði 169 milljónum evra, jafnvirði 29 milljarða króna, á síðasta ári. Þetta er í fyrsta skiptið frá stofnun flugfélagsins fyrir tuttugu árum sem það skilar tapi. Árið áður nam hagnaður 391 milljón evra.

Olíuverð, sem hækkaði um 59 prósenta á milli ára, kom harkalega niður á rekstri félagsins, auk þess sem færa þurfti niður tæplega þrjátíu prósenta eignahlut í írska flugfélaginu Aer Lingus. Niðurfærslan nam 222 milljónum evra. Hefði niðurfærsla ekki komið til hefði Ryanair hagnast um 105 milljónir evra. - jab








Fleiri fréttir

Sjá meira


×