Viðskipti innlent

Glæsileg lausn

,..
,..

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra ýtti rækilega undir væntingar um farsæla lausn á Icesave-málinu í viðtali í Zetunni, nýjum viðtalsþætti mbl.is. Hann sagði glæsilega niðurstöðu í augsýn og kvað Svavar Gestsson, formann viðræðunefndarinnar, njóta fyllsta trausts.

Ráðherrann lét hins vegar hjá líða að nefna í hverju lausnin glæsilega kynni að felast. Kannski hefur hann í huga hugmyndir um að bresk stjórnvöld taki að mestu yfir þrotabú Landsbankans upp á að ná þar út eins miklum verðmætum og þau geti, gegn því að einnig verði yfirteknar Icesave-skuldbindingar. Heimildir Markaðarins herma hins vegar að enn sé verið að ræða marga mögulega kosti við Breta og lausn tæpast í augsýn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×