Viltu skrifa upp á fyrir mig? Eygló Harðardóttir skrifar 16. júní 2009 06:00 Ég hef verið beðin um að skrifa upp á rúmlega 730 milljarða kúlulán. Það er að segja, lánið stendur í 730 milljörðum núna, en þetta er myntkörfulán og þeir sem sitja uppi með slík lán vita að þau hafa ekki gert annað en hækka síðustu misseri. Mér er sagt að kúlulánið sé til að borga skuldir sem ég hafi stofnað til í útlöndum. Ég kannast ekki við að hafa gert það. Mér er líka sagt að til séu lögfræðiálit um að ég beri ábyrgð á þessari upphæð en ég hef ekki fengið að sjá það. Ég hef reyndar ekki einu sinni fengið að sjá samninginn sem liggur að baki kúluláninu. Ítrekað hefur verið beðið um frekari upplýsingar um Icesave-nauðasamningana. Svo virðist sem ríkisstjórnin ætlist til þess að þingmenn greiði atkvæði um stærstu skuldaáþján þjóðarinnar frá upphafi með bundið fyrir augun. Enn er allt of mörgum spurningum ósvarað til að hægt sé að samþykkja þetta lán að óbreyttu. Jafnvel þótt björtustu vonir ríkisstjórnarinnar um verðmæti eigna Landsbankans gangi eftir, er um að ræða skuldbindingu ríkissjóðs upp á hundruð milljarða króna. Heyrst hefur að meðal þessara eigna séu m.a. tuga, ef ekki hundruða milljarða króna fjárfestingarlán til Baugs, sem styrkti Samfylkinguna um tugi milljóna króna fyrir kosningarnar 2007. Helstu rök ríkisstjórnarinnar í málinu eru að með þessu séum við að koma okkur í skjól næstu 7 árin og kaupa okkur frið við uppbyggingu bankakerfisins. Fall krónunnar síðustu daga, versnandi lánshæfismat ríkissjóðs og ríkisfyrirtækja á borð við Landsvirkjun og undirbúningur málsókna á hendur ríkinu vegna neyðarlaganna gera þau rök að engu. Þær litlu upplýsingar sem ég hef þó fengið hafa ekkert gert til að sannfæra mig um að samþykkja beri þetta lán. Það hlýtur að vera hlutverk ríkisstjórnarinnar að leggja fram öll gögn í málinu og færa betri rök fyrir því. Eða myndir þú, ágæti lesandi, taka ábyrgð á 730 milljarða króna kúluláni á þessum forsendum? Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eygló Harðardóttir Mest lesið 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Ég hef verið beðin um að skrifa upp á rúmlega 730 milljarða kúlulán. Það er að segja, lánið stendur í 730 milljörðum núna, en þetta er myntkörfulán og þeir sem sitja uppi með slík lán vita að þau hafa ekki gert annað en hækka síðustu misseri. Mér er sagt að kúlulánið sé til að borga skuldir sem ég hafi stofnað til í útlöndum. Ég kannast ekki við að hafa gert það. Mér er líka sagt að til séu lögfræðiálit um að ég beri ábyrgð á þessari upphæð en ég hef ekki fengið að sjá það. Ég hef reyndar ekki einu sinni fengið að sjá samninginn sem liggur að baki kúluláninu. Ítrekað hefur verið beðið um frekari upplýsingar um Icesave-nauðasamningana. Svo virðist sem ríkisstjórnin ætlist til þess að þingmenn greiði atkvæði um stærstu skuldaáþján þjóðarinnar frá upphafi með bundið fyrir augun. Enn er allt of mörgum spurningum ósvarað til að hægt sé að samþykkja þetta lán að óbreyttu. Jafnvel þótt björtustu vonir ríkisstjórnarinnar um verðmæti eigna Landsbankans gangi eftir, er um að ræða skuldbindingu ríkissjóðs upp á hundruð milljarða króna. Heyrst hefur að meðal þessara eigna séu m.a. tuga, ef ekki hundruða milljarða króna fjárfestingarlán til Baugs, sem styrkti Samfylkinguna um tugi milljóna króna fyrir kosningarnar 2007. Helstu rök ríkisstjórnarinnar í málinu eru að með þessu séum við að koma okkur í skjól næstu 7 árin og kaupa okkur frið við uppbyggingu bankakerfisins. Fall krónunnar síðustu daga, versnandi lánshæfismat ríkissjóðs og ríkisfyrirtækja á borð við Landsvirkjun og undirbúningur málsókna á hendur ríkinu vegna neyðarlaganna gera þau rök að engu. Þær litlu upplýsingar sem ég hef þó fengið hafa ekkert gert til að sannfæra mig um að samþykkja beri þetta lán. Það hlýtur að vera hlutverk ríkisstjórnarinnar að leggja fram öll gögn í málinu og færa betri rök fyrir því. Eða myndir þú, ágæti lesandi, taka ábyrgð á 730 milljarða króna kúluláni á þessum forsendum? Höfundur er alþingismaður.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar