Semja um flutninga vatns til fleiri landa Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar: skrifar 20. maí 2009 08:25 Sendiherra íslenska vatnsins. John K. Sheppard, sem tekið hefur við forstjórastóli Icelandic Water Holdings af Jóni Ólafssyni, segir nauðsynlegt að frumkvöðlar viti hvenær færa þurfi fyrirtæki yfir á annað stig. Mynd/Anton „Ímynd skiptir öllu máli á vatnsmarkaðnum," segir John K. Sheppard, nýráðinn forstjóri Icelandic Water Holdings. Eins og kunnugt er framleiðir fyrirtækið vatn í drykkjarflöskum á jörðinni Hlíðarenda í Ölfusi við Þorlákshöfn undir merkjum Icelandic Glacial og selur um heim allan. Sheppard segir mikla samkeppni ríkja á vatnsmarkaðnum, ekki síst í Bandaríkjunum. Fyrirtækin einbeiti sér að því að flagga ímyndinni og lögun flasknanna, ekki síst í efri gæðaflokkum þar sem Icelandic Glacial hefur komið sér fyrir. Sem dæmi eru umbúðir íslenska vatnsins þykkar og traustar en ódýrara vatns mun þynnri. Endurunnið, síað vatn er svo í þynnstu flöskunum. „Þegar bandarískir neytendur drekka vatnið okkar upplifa þeir spennu. Íslandi er - í það minnsta í hugum Bandaríkjamanna - þekkt fyrir kulda og hreinleika. Svo er það langt í burtu. Vatnið frá Fiji (innskot: helsti keppinautur Icelandic Glacial) minnir á Kyrrahafseyjar. Það er ekkert sérlega frískandi tilhugsun í hita," bendir Sheppard á. Sheppard býr yfir um kvartaldarreynslu í drykkjarvörugeiranum. Hann var forstjóri Evrópudeildar Coca-Cola beggja vegna járntjaldsins í nítján ár, þar á meðal var Ísland innan markaðssvæðis hans um tíma. Eftir það stýrði hann um fjögurra ára skeið drykkjarvörurisanum Cott Corporation, sem framleiðir gosdrykki fyrir stórmarkaði. Hann er þekktur fyrir góðan árangur og skilar af sér margfaldri söluaukningu. En samkeppnin er hörð. Fyrir eru heimsþekkt nöfn í matvæla- og drykkjarvörugeiranum, sem flagga fjölmörgum drykkjum. Stærst eru Nestlé, Pepsi og Coca-Cola, sem gnæfa yfir aðra á vatnsmarkaðnum. Icelandic Glacial nýtur samneytis við bandaríska drykkjarvörurisann Anheuser-Busch, sem keypti fimmtungshlut í því fyrir tveimur árum og sér um dreifingu vatnsins í öllum ríkjum Bandaríkjanna. Sheppard segir síðastliðin tvö ár hafa verið mjög góð fyrir Icelandic Water Holdings. Íslenska vatnið hafi rutt sér braut inn á nýja markaði af krafti og fram undan sé mikið landnám. Fyrirtækið kynnti fyrir skömmu samning um sölu á átöppuðu vatni í vélum Icelandic Group auk þess sem samningar standa yfir við fleiri flugfélög og um sölu á vatninu í skemmtiferðaskipum. Þá er landnám víðar á teikniborðinu, svo sem í Mexíkó, Kína, á Karíbahafseyjunum, í Suður-Ameríku og víðar. Markaðir Mest lesið Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Sjá meira
„Ímynd skiptir öllu máli á vatnsmarkaðnum," segir John K. Sheppard, nýráðinn forstjóri Icelandic Water Holdings. Eins og kunnugt er framleiðir fyrirtækið vatn í drykkjarflöskum á jörðinni Hlíðarenda í Ölfusi við Þorlákshöfn undir merkjum Icelandic Glacial og selur um heim allan. Sheppard segir mikla samkeppni ríkja á vatnsmarkaðnum, ekki síst í Bandaríkjunum. Fyrirtækin einbeiti sér að því að flagga ímyndinni og lögun flasknanna, ekki síst í efri gæðaflokkum þar sem Icelandic Glacial hefur komið sér fyrir. Sem dæmi eru umbúðir íslenska vatnsins þykkar og traustar en ódýrara vatns mun þynnri. Endurunnið, síað vatn er svo í þynnstu flöskunum. „Þegar bandarískir neytendur drekka vatnið okkar upplifa þeir spennu. Íslandi er - í það minnsta í hugum Bandaríkjamanna - þekkt fyrir kulda og hreinleika. Svo er það langt í burtu. Vatnið frá Fiji (innskot: helsti keppinautur Icelandic Glacial) minnir á Kyrrahafseyjar. Það er ekkert sérlega frískandi tilhugsun í hita," bendir Sheppard á. Sheppard býr yfir um kvartaldarreynslu í drykkjarvörugeiranum. Hann var forstjóri Evrópudeildar Coca-Cola beggja vegna járntjaldsins í nítján ár, þar á meðal var Ísland innan markaðssvæðis hans um tíma. Eftir það stýrði hann um fjögurra ára skeið drykkjarvörurisanum Cott Corporation, sem framleiðir gosdrykki fyrir stórmarkaði. Hann er þekktur fyrir góðan árangur og skilar af sér margfaldri söluaukningu. En samkeppnin er hörð. Fyrir eru heimsþekkt nöfn í matvæla- og drykkjarvörugeiranum, sem flagga fjölmörgum drykkjum. Stærst eru Nestlé, Pepsi og Coca-Cola, sem gnæfa yfir aðra á vatnsmarkaðnum. Icelandic Glacial nýtur samneytis við bandaríska drykkjarvörurisann Anheuser-Busch, sem keypti fimmtungshlut í því fyrir tveimur árum og sér um dreifingu vatnsins í öllum ríkjum Bandaríkjanna. Sheppard segir síðastliðin tvö ár hafa verið mjög góð fyrir Icelandic Water Holdings. Íslenska vatnið hafi rutt sér braut inn á nýja markaði af krafti og fram undan sé mikið landnám. Fyrirtækið kynnti fyrir skömmu samning um sölu á átöppuðu vatni í vélum Icelandic Group auk þess sem samningar standa yfir við fleiri flugfélög og um sölu á vatninu í skemmtiferðaskipum. Þá er landnám víðar á teikniborðinu, svo sem í Mexíkó, Kína, á Karíbahafseyjunum, í Suður-Ameríku og víðar.
Markaðir Mest lesið Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Sjá meira