Hörð kreppa framundan fyrir kaffiunnendur 11. maí 2009 10:10 Slæmar fréttir eru í vændum fyrir kaffiunnendur og sérstaklega þá sem nota sykur í kaffið sitt. Heimsmarkaðsverð á kaffi og sykri hefur hækkað gífurlega frá áramótum og er þeirra hækkana farið að gæta á neytendamarkaðinum. Samkvæmt frétt í Financial Times hefur verðið á kaffi hækkað þar sem uppskeran í Kólombíu hefur brugðist og sykur hækkar þar sem uppskeran á Indlandi hefur brugðist. „Við erum komin í hættulega stöðu," segir Andrea Illy forstjóri stærsta kaffifyrirtækið Ítalíu. Andrea býst við því að verðsprengja verði á kaffimarkaðinum á næstunni. Hvað sykur varðar er verðið á honum nú það hæsta undanfarin þrjú ár. Verðið hefur hækkað um 52% á mörkuðum í London og New York frá því í miðjum desember s.l. Indverjar reikna með að framleiðsla þeirra muni minnka um 40% í ár og verða 15 milljónir tonna. Í eðlilegu árferði er framleiðsla þeirra 23 milljón tonn. Matvælaframleiðandinn Kraft hækkaði verið á Maxwell House kaffi sínu um 19% í mars sökum þess að uppskeran í Kólombíu brást. Miklar rigningar og vætutíð í landinu eru orsökin. Nestlé vill ekki upplýsa um verðþróunina á sínu kaffi á næstunni. Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Slæmar fréttir eru í vændum fyrir kaffiunnendur og sérstaklega þá sem nota sykur í kaffið sitt. Heimsmarkaðsverð á kaffi og sykri hefur hækkað gífurlega frá áramótum og er þeirra hækkana farið að gæta á neytendamarkaðinum. Samkvæmt frétt í Financial Times hefur verðið á kaffi hækkað þar sem uppskeran í Kólombíu hefur brugðist og sykur hækkar þar sem uppskeran á Indlandi hefur brugðist. „Við erum komin í hættulega stöðu," segir Andrea Illy forstjóri stærsta kaffifyrirtækið Ítalíu. Andrea býst við því að verðsprengja verði á kaffimarkaðinum á næstunni. Hvað sykur varðar er verðið á honum nú það hæsta undanfarin þrjú ár. Verðið hefur hækkað um 52% á mörkuðum í London og New York frá því í miðjum desember s.l. Indverjar reikna með að framleiðsla þeirra muni minnka um 40% í ár og verða 15 milljónir tonna. Í eðlilegu árferði er framleiðsla þeirra 23 milljón tonn. Matvælaframleiðandinn Kraft hækkaði verið á Maxwell House kaffi sínu um 19% í mars sökum þess að uppskeran í Kólombíu brást. Miklar rigningar og vætutíð í landinu eru orsökin. Nestlé vill ekki upplýsa um verðþróunina á sínu kaffi á næstunni.
Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira