Fótbolti

Schweinsteiger gagnrýndur harðlega

AFP

Uli Hoeness, framkvæmdastjóri Bayern Munchen, segir að nokkrir af leikmönnum liðsins verði að líta í eigin barm og fara að spila fyrir laununum sem þeir hafa hjá félaginu.

Bayern olli talsverðum vonbrigðum í þýsku deildinni í vetur og náði aldrei stöðugleika þrátt fyrir að vera með stórstjörnur í hverri stöðu.

"Kröfurnar sem við gerum á leikmennina eru í takt við launin sem þeir fá borguð og þeir verða líka gagnrýndir í takt við það. Það eru ekki allir að standa sig þegar málið er vegið þannig," sagði Hoeness.

Hann tók þýska landsliðsmanninn Bastian Schweinsteiger sérstaklega fyrir.

"Hann þarf að spyrja sig hvort frammistaða hans í vetur gefi það til kynna að hann hafi áhuga á að halda sæti sínu í þessu liði," sagði Hoeness.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×