Fótbolti

Kiessling með þrennur er Leverkusen fór á toppinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Stefan Kiessling þakkar fyrir sig í dag.
Stefan Kiessling þakkar fyrir sig í dag. Nordic Photos / Bongarts

Bayer Leverkusen er með þriggja stiga forystu á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar eftir 4-0 sigur á Stuttgart á heimavelli.

Stefan Kiessling skoraði þrennu fyrir Leverkusen í dag en Eren Derdiyok skoraði einnig fyrir liðið í dag.

Þá komst Bayern upp í fjórða sæti deildarinnar með 3-0 sigri á Hannover á útivelli í dag. Thomas Müller, Ivica Olic og Mario Gomez skoruðu mörk Bayern í leiknum.

Athygli vakti að Luca Toni var á bekknum hjá Bayern í dag en hann var settur tímabundið úr liðinu í vikunni vegna agabrots.

Miroslav Klose, Arjen Robben og Franck Ribery eru allir frá vegna meiðsla og gátu þvi ekki spilað með Bayern í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×