Kanna áhættustjórnun bankastjórna 7. febrúar 2009 22:58 Alistair Darling fjármálaráðherra Breta. Bresk yfirvöld hyggjast rannsaka bónusgreiðslur til æðstu stjórnenda í bönkum þar í landi og tengsl launabónusa við áhættusækni. Þetta hefur Sunday Telegraph eftir Alistair Darling fjármálaráðherra. Mikill þrýstingur hefur verið á ríkisstjórn Gordons Brown að slík rannsókn verði gerð í ljósi þess að breska ríkið hefur þurft að dæla milljörðum sterlingspunda til að bjarga Royal Bank of Scotland og fleiri bönkum. Í Sunday Telegraph, sem kemur út á morgun, kemur fram að Royal Bank of Scotland hafi gert ráð fyrir að greiða helstu stjórnendum bankans nærri einn milljarð sterlingspunda, eða tæpa 170 milljarða króna í bónusgreiðslur á þessu ári. Haft er eftir Darling í blaðinu að ríkisstjórnin telji sig geta komið fólki til bjargar þegar að áhættusæknin ógnar almannahag. „Ég er að setja af stað rannsókn þar sem farið verður yfir það hvernig bönkum er stjórnað," er haft eftir Darling. Hann segir jafnframt að það sé skylda stjórnarmanna í bönkum að spyrja stjórnendur bankanna áleitinna spurninga. Bæði þegar vel ári og þegar illa ári. „Ég geri ráð fyrir að rannsóknin beinist að því hvernig áhættustjórnun bankastjórna hefur verið. Þar á meðal hvernig laun hafa haft áhrif á áhættusækni," segir Darling. Darling segir þó að stjórnvöld eigi ekki að koma í veg fyrir að stjórnendur banka taki áhættur. Stjórnvöldum beri hins vegar skylda til þess að vernda fólk þegar að of mikil áhættusækni ógni almenningi. Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bresk yfirvöld hyggjast rannsaka bónusgreiðslur til æðstu stjórnenda í bönkum þar í landi og tengsl launabónusa við áhættusækni. Þetta hefur Sunday Telegraph eftir Alistair Darling fjármálaráðherra. Mikill þrýstingur hefur verið á ríkisstjórn Gordons Brown að slík rannsókn verði gerð í ljósi þess að breska ríkið hefur þurft að dæla milljörðum sterlingspunda til að bjarga Royal Bank of Scotland og fleiri bönkum. Í Sunday Telegraph, sem kemur út á morgun, kemur fram að Royal Bank of Scotland hafi gert ráð fyrir að greiða helstu stjórnendum bankans nærri einn milljarð sterlingspunda, eða tæpa 170 milljarða króna í bónusgreiðslur á þessu ári. Haft er eftir Darling í blaðinu að ríkisstjórnin telji sig geta komið fólki til bjargar þegar að áhættusæknin ógnar almannahag. „Ég er að setja af stað rannsókn þar sem farið verður yfir það hvernig bönkum er stjórnað," er haft eftir Darling. Hann segir jafnframt að það sé skylda stjórnarmanna í bönkum að spyrja stjórnendur bankanna áleitinna spurninga. Bæði þegar vel ári og þegar illa ári. „Ég geri ráð fyrir að rannsóknin beinist að því hvernig áhættustjórnun bankastjórna hefur verið. Þar á meðal hvernig laun hafa haft áhrif á áhættusækni," segir Darling. Darling segir þó að stjórnvöld eigi ekki að koma í veg fyrir að stjórnendur banka taki áhættur. Stjórnvöldum beri hins vegar skylda til þess að vernda fólk þegar að of mikil áhættusækni ógni almenningi.
Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira