Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra nær kjöri sem þingmaður samkvæmt nýjustu tölum. Ögmundur er í öðru sæti á lista Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi. Þegar fyrstu tölur í Suðvesturkjördæmi voru kynntar var Guðfríður Lilja Grétarsdóttir eini þingmaður VG í kjördæminu. Við nýjustu tölur fær flokkurinn hins vegar þrjá.
Innlent