Mrs Moneypenny vongóð um innstæðu sína hjá Kaupþingi 5. janúar 2009 13:37 Hin eina sanna Mrs Moneypenny úr James Bond myndunum. Mrs Moneypenny, ein af þekktari dálkahöfundum Financial Times er vongóð um að fá borgaða innistæðu sem hún brann inni með hjá Singer & Friedlander bankanum í London þegar Kaupþing varð gjaldþrota í haust. Mrs Moneypenny ræðir um málið í vikulegum pistli sínum í Financial Times um helgina undir fyrirsögninni "Þetta er árið sem við lifum varlega". Það verður eitt af krefjandi verkefnum ársins fyrir Mrs Moneypenny að ná innistæðunni til baka. Fjárhæðin var borguð fyrir mistök inn á reikning í Singer & Friedlander aðeins nokkrum dögum áður en bankinn fór í þrot. Reikningurinn var á nafni fyrirtækis sem Mrs Moneypenny á í London. Fyrstu tilraunir til að ná peningunum til baka báru ekki árangur, en upphæðin er rétt tæplega 50.000 pund eða um níu milljónir kr.. Fékk Moneypenny og fjölskylda hennar að vita í fyrstu að upphæðin væri ekki tryggð af breskum yfirvöldum. "Hinsvegar er ekki allt glatað," skrifar frúin sem nefnir að nú séu tímar björgunaraðgerða á vegum stjórnvalda og því nái innistæðan yfir það loforð breskra stjórnvalda að allar innistæður í bönkum séu tryggðar upp að 50.000 pundum. Hún hefur því lagt fram kröfu og er vongóð um að fá hana greidda. Mrs Moneypenny er fyrrum fjárfestir með háskólagráður frá bæði London Business School og Háskólanum í Hong Kong. Hún hefur skrifað reglulega pistla um fjármál í Financial Times frá árinu 1999. Þar að auki hefur hún skrifað tvær bækur, Mrs Moneypenny: Survival in the City (2003) og Mrs Moneypenny: Email from Tokyo, (2006). Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Mrs Moneypenny, ein af þekktari dálkahöfundum Financial Times er vongóð um að fá borgaða innistæðu sem hún brann inni með hjá Singer & Friedlander bankanum í London þegar Kaupþing varð gjaldþrota í haust. Mrs Moneypenny ræðir um málið í vikulegum pistli sínum í Financial Times um helgina undir fyrirsögninni "Þetta er árið sem við lifum varlega". Það verður eitt af krefjandi verkefnum ársins fyrir Mrs Moneypenny að ná innistæðunni til baka. Fjárhæðin var borguð fyrir mistök inn á reikning í Singer & Friedlander aðeins nokkrum dögum áður en bankinn fór í þrot. Reikningurinn var á nafni fyrirtækis sem Mrs Moneypenny á í London. Fyrstu tilraunir til að ná peningunum til baka báru ekki árangur, en upphæðin er rétt tæplega 50.000 pund eða um níu milljónir kr.. Fékk Moneypenny og fjölskylda hennar að vita í fyrstu að upphæðin væri ekki tryggð af breskum yfirvöldum. "Hinsvegar er ekki allt glatað," skrifar frúin sem nefnir að nú séu tímar björgunaraðgerða á vegum stjórnvalda og því nái innistæðan yfir það loforð breskra stjórnvalda að allar innistæður í bönkum séu tryggðar upp að 50.000 pundum. Hún hefur því lagt fram kröfu og er vongóð um að fá hana greidda. Mrs Moneypenny er fyrrum fjárfestir með háskólagráður frá bæði London Business School og Háskólanum í Hong Kong. Hún hefur skrifað reglulega pistla um fjármál í Financial Times frá árinu 1999. Þar að auki hefur hún skrifað tvær bækur, Mrs Moneypenny: Survival in the City (2003) og Mrs Moneypenny: Email from Tokyo, (2006).
Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira