Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar 10. mars 2025 15:49 Play þurfti að aflýsa flugi til Berlínar í morgun og hefur verkfallið einnig áhrif á flugið sem átti að fljúga frá Berlin Brandburg flugvellinum og lenda hér í dag kl. 14:20. EPA Hundruðum flugferða hefur verið aflýst vegna óvæntra verkfalla flugvallarstarfsmanna á flugvöllum í Þýskalandi. Verkfallsaðgerðin hófst óvænt á sunndag á flugvellinum í Hamborg vegna launadeilna sem staðið hafa yfir en nær nú til flugvalla víða um Þýskaland og hefur áhrif á alla flugumferð. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Icelandair segir að verkfallið hafi áhrif á sjötta hundrað farþega Icelandair þar sem aflýsa þurfti ferðum til og frá München, Berlín og Frankfurt. Farþegar hafi fengið senda nýja ferðaáætlun og muni komast á áfangastað, ýmist samdægurs eða næsta dag. Play og Icelandair hafa fundið fyrir óvæntum verkföllum flugvallarstarfsmanna í dag og þurft að aflýsa flugi. Vísir/Vilhelm Flugvél Play sem átti að fara í loftið klukkan sex í morgun og lenda í Brandenburgar-flugvellinum í Berlín var aflýst. Því urðu farþegar í Berlín sem áttu að koma heim með sömu vél strandaglópar þar í borg. Birgir Olgeirsson, upplýsingafulltrúi Play, segir að verkfallið muni ekki hafa frekari áhrif á flugfélagið í bili. Um var að ræða einu flugferð Play til Þýskalands í dag og næstu ferðir ekki áætlaðar fyrr en á fimmtudag og föstudag. Óvænt verkfall hófst á flugvellinum í Hamborg á sunnudag en nær nú til flugvalla víða um Þýskaland. EPA Samkvæmt frétt BBC um málið hafa farþegar í Frankfurt, München, Berlín og um allt Þýskaland verið beðnir um að mæta ekki á flugvellina. Yfirvöld vilja með þessu koma í veg fyrir umferðarteppu til og frá flugvöllum. Þá segir einnig að stéttarfélagið Verdi standi fyrir verkfallinu sem sett var á vegna þess að samningar hafa ekki náðst þrátt fyrir ítrekaðar viðræður. Talsmaður Verdi sagði að þau gerðu sér grein fyrir áhrifunum sem þetta hefði á farþega en að aðgerðirnar væru nauðsynlegar til að ná fram samningum og kalla eftir betra launatilboði. Verdi fer fram á átta prósent launahækkun, þrjá aukafrídaga og einn til viðbótar fyrir meðlimi verkalýðsfélagsins. Þá segir einnig í fréttinni að þrátt fyrir að laun flugvallarstarfsmanna séu yfir lágmarkslaunum séu frídagar færri. Það eigi sérstaklega við um starfsmenn sem sinna öryggisgæslu. Óvænt verkföll hafa víðtæk áhrif Þá segir að BDLS sem er samningsaðili hinum megin við borðið hafi sagt að áhrif verkfallsins væru mest á fyrirtæki sem ekki eru við samningsborðið. Þau kalla eftir því að þýsk stjórnvöld banni fyrirvaralaus verkföll þar sem flugumferð sé nauðsynleg viðskiptaumhverfi Þýskalands sem ekki megi verða fyrir áhrifum af launadeilum. Þýskir fjölmiðlar segja að þúsundum flugferða verði aflýst í dag sem muni hafa áhrif á fleiri en fimm hundruð þúsund farþega. Um er að ræða svokallað „warning strike“ sem er samkvæmt frétt BBC algeng aðgerð til að beita þrýstingi þegar kemur að launaviðræðum í Þýskalandi. Um er að ræða bæði samningaviðræður starfsmanna í öryggismálum flugvalla og svo umfangsmeiri deilur sem snúa að opinberum starfmönnum. Viðræður munu halda áfram fyrir flugvallarstarfsmenn þann 26. mars. Í frétt BBC segja samningsaðilar að ekki verði hægt að mæta kröfum Verdi sem séu einfaldlega óraunhæfar vegna fjárhagsstöðu hins opinbera. Samningsaðilar vinnuveitenda flugvallarstarfsmanna hafa tekið í sama streng og því ekki komið með neitt móttilboð. Þau segja fjármagn til þess ekki fyrir hendi. Fréttir af flugi Þýskaland Icelandair Play Stéttarfélög Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Icelandair segir að verkfallið hafi áhrif á sjötta hundrað farþega Icelandair þar sem aflýsa þurfti ferðum til og frá München, Berlín og Frankfurt. Farþegar hafi fengið senda nýja ferðaáætlun og muni komast á áfangastað, ýmist samdægurs eða næsta dag. Play og Icelandair hafa fundið fyrir óvæntum verkföllum flugvallarstarfsmanna í dag og þurft að aflýsa flugi. Vísir/Vilhelm Flugvél Play sem átti að fara í loftið klukkan sex í morgun og lenda í Brandenburgar-flugvellinum í Berlín var aflýst. Því urðu farþegar í Berlín sem áttu að koma heim með sömu vél strandaglópar þar í borg. Birgir Olgeirsson, upplýsingafulltrúi Play, segir að verkfallið muni ekki hafa frekari áhrif á flugfélagið í bili. Um var að ræða einu flugferð Play til Þýskalands í dag og næstu ferðir ekki áætlaðar fyrr en á fimmtudag og föstudag. Óvænt verkfall hófst á flugvellinum í Hamborg á sunnudag en nær nú til flugvalla víða um Þýskaland. EPA Samkvæmt frétt BBC um málið hafa farþegar í Frankfurt, München, Berlín og um allt Þýskaland verið beðnir um að mæta ekki á flugvellina. Yfirvöld vilja með þessu koma í veg fyrir umferðarteppu til og frá flugvöllum. Þá segir einnig að stéttarfélagið Verdi standi fyrir verkfallinu sem sett var á vegna þess að samningar hafa ekki náðst þrátt fyrir ítrekaðar viðræður. Talsmaður Verdi sagði að þau gerðu sér grein fyrir áhrifunum sem þetta hefði á farþega en að aðgerðirnar væru nauðsynlegar til að ná fram samningum og kalla eftir betra launatilboði. Verdi fer fram á átta prósent launahækkun, þrjá aukafrídaga og einn til viðbótar fyrir meðlimi verkalýðsfélagsins. Þá segir einnig í fréttinni að þrátt fyrir að laun flugvallarstarfsmanna séu yfir lágmarkslaunum séu frídagar færri. Það eigi sérstaklega við um starfsmenn sem sinna öryggisgæslu. Óvænt verkföll hafa víðtæk áhrif Þá segir að BDLS sem er samningsaðili hinum megin við borðið hafi sagt að áhrif verkfallsins væru mest á fyrirtæki sem ekki eru við samningsborðið. Þau kalla eftir því að þýsk stjórnvöld banni fyrirvaralaus verkföll þar sem flugumferð sé nauðsynleg viðskiptaumhverfi Þýskalands sem ekki megi verða fyrir áhrifum af launadeilum. Þýskir fjölmiðlar segja að þúsundum flugferða verði aflýst í dag sem muni hafa áhrif á fleiri en fimm hundruð þúsund farþega. Um er að ræða svokallað „warning strike“ sem er samkvæmt frétt BBC algeng aðgerð til að beita þrýstingi þegar kemur að launaviðræðum í Þýskalandi. Um er að ræða bæði samningaviðræður starfsmanna í öryggismálum flugvalla og svo umfangsmeiri deilur sem snúa að opinberum starfmönnum. Viðræður munu halda áfram fyrir flugvallarstarfsmenn þann 26. mars. Í frétt BBC segja samningsaðilar að ekki verði hægt að mæta kröfum Verdi sem séu einfaldlega óraunhæfar vegna fjárhagsstöðu hins opinbera. Samningsaðilar vinnuveitenda flugvallarstarfsmanna hafa tekið í sama streng og því ekki komið með neitt móttilboð. Þau segja fjármagn til þess ekki fyrir hendi.
Fréttir af flugi Þýskaland Icelandair Play Stéttarfélög Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira