Íhuga hærri tolla á alla Samúel Karl Ólason skrifar 31. mars 2025 10:32 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður vilja „stóra og einfalda“ áætlun um tolla. AP/Mark Schiefelbein Innan veggja Hvíta hússins á sér stað mikil umræða um það hvurslags tolla setja á innflutning til Bandaríkjanna á miðvikudaginn. Mikið hefur verið deilt um það hvort beita eigi önnur ríki mismunandi tollum, eins og Trump hefur á köflum talað um, eða setja á almenna tolla, eins og Trump talaði um kosningabaráttunni. Hvernig tollarnir eiga að vera á að liggja fyrir á miðvikudaginn, 2. apríl. Trump sagði í gærkvöldi að tollum yrði beitt gegn „svo gott sem“ öllum ríkjum sem eiga í viðskiptum við Bandaríkin og hefur Wall Street Journal eftir heimildarmönnum sínum úr Hvíta húsinu að forsetinn hafi þrýst á ráðgjafa sína um að gera áætlanir um hærri tolla en áður hefur verið talað um og á fleiri lönd. Ekki liggur fyrir hvernig tollum verður beitt en samkvæmt heimildum WSJ er til umræðu að beita næstum öll ríki tuttugu prósenta tolli. Er það í takt við umræðu Trumps fyrir forsetakosningarnar í fyrra. Einnig er til skoðunar að beita tollum gegn öllum ríkjum sem Bandaríkin eru með viðskiptahalla við, með því markmiði að reyna að jafna þann halla út. Einn heimildarmaður WSJ segir að Trump hafi kallað eftir „stórri og einfaldri“ áætlun. Það muni líklega fela í sér umfangsmeiri aðgerðir en áður hafi verið talað um. Litið er til almennra tolla til að auka mögulega tekjur ríkisins og vega upp á móti skattalækkunum sem Repúblikanar á þingi ætla að framkvæma. Öll ljós rauð Markaðir hafa ekki farið vel af stað í morgun og búast fjárfestar við töluverðri óreiðu í vikunni. Vísitölur í Japan og Taívan hafa til að mynda fallið um rúm fjögur prósent, samkvæmt frétt New York Times. Svipaða sögu er að segja af mörkuðum í Evrópu og flest ljós loga líka rauð í Kauphöllinni, þegar þetta er skrifað. Stærsta ástæða þess að búist er við óreiðu í vikunni er væntanleg tollayfirlýsing Trumps á miðvikudaginn. Frá því hann varð forseti hefur Trump ítrekað talað fyrir tollum, sem hann segir að geti verið notaðir til að afla miklum tekjum fyrir Bandaríkin. Hann hefur einnig talað fyrir því að skipta sköttum út fyrir tolla. Trump hefur sagt að aldrei hefði átt að leggja tolla til hliðar í staðinn fyrir tekjuskatt árið 1913. Í einföldu máli sagt virðist Trump sjá tolla fyrir sér sem fjölnota tól. Hann vill nota þá til að afla tekna, breyta neysluvenjum Bandaríkjamanna og til þess að auka innlenda framleiðslu. Þá hefur hann einnig talað fyrir því að nota tolla sem einhverskonar barefli og vill hann til að mynda nota tolla til að þvinga Kanadamenn til að ganga inn í Bandaríkin. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump „mjög reiður“ út í Pútín Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist vera mjög reiður út í Vladímír Pútín, forseta Rússlands, vegna árása Pútíns á trúverðugleika Vólódímírs Selenskís, forseta Úkraínu. Trump hótar enn fleiri tollgjöldum skyldi Pútín ekki halda áfram í vopnahlésviðræðum. 30. mars 2025 23:12 Erfitt að átta sig á áformum Trumps Sérfræðingur í alþjóðamálum segir kveða við nýjan tón hjá Bandaríkjamönnum vegna Grænlands. Bandaríkjaforseti sé hins vegar ólíkindatól þannig að erfitt sé að átta sig á raunverulegum framtíðaráformum. 30. mars 2025 20:19 Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Stjórnmálafræðingur og sérfræðingur í stöðu smáríkja í alþjóðasamfélaginu, segir tímaspursmál hvenær Bandaríkjastjórn fer að tala með sama hætti um Ísland og hún hefur gert um Grænland. Mikilvægi Íslands fyrir varnir Bandaríkjanna sé óumdeilt. 29. mars 2025 13:30 Mest lesið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Hópuppsögn í Grindavík: „Erfiðasta ákvörðun sem við höfum tekið í lífinu“ Viðskipti innlent Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Hvernig tollarnir eiga að vera á að liggja fyrir á miðvikudaginn, 2. apríl. Trump sagði í gærkvöldi að tollum yrði beitt gegn „svo gott sem“ öllum ríkjum sem eiga í viðskiptum við Bandaríkin og hefur Wall Street Journal eftir heimildarmönnum sínum úr Hvíta húsinu að forsetinn hafi þrýst á ráðgjafa sína um að gera áætlanir um hærri tolla en áður hefur verið talað um og á fleiri lönd. Ekki liggur fyrir hvernig tollum verður beitt en samkvæmt heimildum WSJ er til umræðu að beita næstum öll ríki tuttugu prósenta tolli. Er það í takt við umræðu Trumps fyrir forsetakosningarnar í fyrra. Einnig er til skoðunar að beita tollum gegn öllum ríkjum sem Bandaríkin eru með viðskiptahalla við, með því markmiði að reyna að jafna þann halla út. Einn heimildarmaður WSJ segir að Trump hafi kallað eftir „stórri og einfaldri“ áætlun. Það muni líklega fela í sér umfangsmeiri aðgerðir en áður hafi verið talað um. Litið er til almennra tolla til að auka mögulega tekjur ríkisins og vega upp á móti skattalækkunum sem Repúblikanar á þingi ætla að framkvæma. Öll ljós rauð Markaðir hafa ekki farið vel af stað í morgun og búast fjárfestar við töluverðri óreiðu í vikunni. Vísitölur í Japan og Taívan hafa til að mynda fallið um rúm fjögur prósent, samkvæmt frétt New York Times. Svipaða sögu er að segja af mörkuðum í Evrópu og flest ljós loga líka rauð í Kauphöllinni, þegar þetta er skrifað. Stærsta ástæða þess að búist er við óreiðu í vikunni er væntanleg tollayfirlýsing Trumps á miðvikudaginn. Frá því hann varð forseti hefur Trump ítrekað talað fyrir tollum, sem hann segir að geti verið notaðir til að afla miklum tekjum fyrir Bandaríkin. Hann hefur einnig talað fyrir því að skipta sköttum út fyrir tolla. Trump hefur sagt að aldrei hefði átt að leggja tolla til hliðar í staðinn fyrir tekjuskatt árið 1913. Í einföldu máli sagt virðist Trump sjá tolla fyrir sér sem fjölnota tól. Hann vill nota þá til að afla tekna, breyta neysluvenjum Bandaríkjamanna og til þess að auka innlenda framleiðslu. Þá hefur hann einnig talað fyrir því að nota tolla sem einhverskonar barefli og vill hann til að mynda nota tolla til að þvinga Kanadamenn til að ganga inn í Bandaríkin.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump „mjög reiður“ út í Pútín Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist vera mjög reiður út í Vladímír Pútín, forseta Rússlands, vegna árása Pútíns á trúverðugleika Vólódímírs Selenskís, forseta Úkraínu. Trump hótar enn fleiri tollgjöldum skyldi Pútín ekki halda áfram í vopnahlésviðræðum. 30. mars 2025 23:12 Erfitt að átta sig á áformum Trumps Sérfræðingur í alþjóðamálum segir kveða við nýjan tón hjá Bandaríkjamönnum vegna Grænlands. Bandaríkjaforseti sé hins vegar ólíkindatól þannig að erfitt sé að átta sig á raunverulegum framtíðaráformum. 30. mars 2025 20:19 Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Stjórnmálafræðingur og sérfræðingur í stöðu smáríkja í alþjóðasamfélaginu, segir tímaspursmál hvenær Bandaríkjastjórn fer að tala með sama hætti um Ísland og hún hefur gert um Grænland. Mikilvægi Íslands fyrir varnir Bandaríkjanna sé óumdeilt. 29. mars 2025 13:30 Mest lesið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Hópuppsögn í Grindavík: „Erfiðasta ákvörðun sem við höfum tekið í lífinu“ Viðskipti innlent Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Trump „mjög reiður“ út í Pútín Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist vera mjög reiður út í Vladímír Pútín, forseta Rússlands, vegna árása Pútíns á trúverðugleika Vólódímírs Selenskís, forseta Úkraínu. Trump hótar enn fleiri tollgjöldum skyldi Pútín ekki halda áfram í vopnahlésviðræðum. 30. mars 2025 23:12
Erfitt að átta sig á áformum Trumps Sérfræðingur í alþjóðamálum segir kveða við nýjan tón hjá Bandaríkjamönnum vegna Grænlands. Bandaríkjaforseti sé hins vegar ólíkindatól þannig að erfitt sé að átta sig á raunverulegum framtíðaráformum. 30. mars 2025 20:19
Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Stjórnmálafræðingur og sérfræðingur í stöðu smáríkja í alþjóðasamfélaginu, segir tímaspursmál hvenær Bandaríkjastjórn fer að tala með sama hætti um Ísland og hún hefur gert um Grænland. Mikilvægi Íslands fyrir varnir Bandaríkjanna sé óumdeilt. 29. mars 2025 13:30