Viðskipti innlent

Mikilvægt að halda höfuðstöðvum heima

Ilkka Mytty Mikilvægt er að höfuðstöðvar Nokia hafa aldrei flust úr landi, að sögn fjármálaráðgjafa í finnska fjármálaráðuneytinu.
Ilkka Mytty Mikilvægt er að höfuðstöðvar Nokia hafa aldrei flust úr landi, að sögn fjármálaráðgjafa í finnska fjármálaráðuneytinu. Mynd/Stefán

„Þið verðið að ákveða hvaða leið þið viljið fara. Hagkerfi Finna hefur lengi verið opið fyrir fjárfestingu erlendra aðila," segir Ilkka Mytty, fjármálaráðgjafi í finnska fjármálaráðuneytinu.

Mytty hélt erindi í síðustu viku um kreppuna í Finnlandi í byrjun tíunda áratugar síðustu aldar.

Við það lentu fjölmörg fyrirtæki í alvarlegum rekstrarvanda, þar á meðal farsímarisinn Nokia, umsvifamesti útflytjandi landsins. Fyrirtækið brást við með skráningu í nokkrar af helstu kauphöllum Evrópu auk Bandaríkjanna. Eignarhaldið hefur breyst verulega síðan þá. Fyrir kreppuna áttu Finnar um níutíu prósent af fyrirtækinu. Í dag sitja þeir á ellefu prósentum. Bandarískir hluthafar eiga nú 47 prósent en evrópskir fjárfestar og fyrirtæki afganginn.

Mytty segir þróunina eðlilega enda hafi fjárfestar stutt við fyrirtækið og hafi það getað komið sér fyrir á mikilvægum markaðssvæðum í gegnum árin. Það sem mestu máli skipti sé að höfuðstöðvarnar hafi aldrei farið úr landi þrátt fyrir allar hræringarnar.- jab








Fleiri fréttir

Sjá meira


×