Ósáttir við að Enex verði skúffufyrirtæki Guðrún Helga Sigurðardóttir skrifar 25. febrúar 2009 00:01 Ásgeir Margeirsson. Mynd/GVA Óánægja er meðal stofnenda og smærri hluthafa Enex með ákvörðun Geysis Green Energy (GGE) og Reykjavík Energy Invest (REI) um að skipta upp Enex þannig að REI fái hlut Enex í bandaríska fyrirtækinu Iceland America Energy og GGE fái Enex. Ásgeir Margeirsson, stjórnarformaður Enex, segir að með þessu eignist GGE yfir 90 prósent í Enex og nýti rétt sinn til innlausnar á afganginum. Magnús Hallgrímsson, einn stofnenda Enex, er ósáttur við þróunina og hefði ekki viljað kljúfa félagið. Hann telur að REI „hirði" Bandaríkjaverkefnið og GGE stingi Enex í skúffu og sameini GGE. Stofnendum Enex verði fleygt „út á gaddinn". Magnús bendir á að framkvæmdir hafi dregist saman síðustu mánuði og GGE hafi flutt Enex til Keflavíkur, eins og hann hafi komist að raun um þegar hann kom þar að tómum skrifstofum. Þá hafi síma verið lokað án þess að láta hluthafa vita. Meirihlutaeigendur Enex hafa gert litlu hluthöfunum tilboð um að selja bréf sín á eina krónu á hlut eða ganga inn í kaupin á bandaríska félaginu. Magnús segir að tilboðið hafi ekki enn borist skriflega. Hann telur að hluthafar geti líka neitað að selja og krafist þess að farið verði í verðmat, lögum samkvæmt. Hann kveðst vera með alla kostina til skoðunar. Ásgeir Margeirsson, stjórnarformaður Enex og forstjóri GGE, segir að Enex hafi verið með fangið fullt af verkefnum fyrir milljarðatugi en ekki verið með fé til að fara ráðst í þau. Ekki hafi komið til greina að selja verkefnin eftir að heimskreppan hófst og þess vegna hafi þurft að finna nýja lausn. „Hún fólst í því að skipta félaginu upp. REI eignast eignarhlut Enex í félaginu Iceland America Energy í Kaliforníu og GGE fær rúm 90 prósent í Enex," segir hann og telur að ekki hafi verið skynsamlegt að halda Enex sem sjálfstæðu félagi. Við blasi að stóru hluthafarnir kaupi litlu hluthafana út. Eflaust sé hægt að hafa mismunandi skoðanir á verðinu en „miðað við okkar mat á stöðu félagsins er þetta ríflegt verð fyrir þá sem selja". Ásgeir segir litlu hluthafana ekki hafa um neitt að velja, ef þeir selji ekki verði þeir að sæta innlausn. Markaðir Viðskipti Mest lesið Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Neytendur Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Sjá meira
Óánægja er meðal stofnenda og smærri hluthafa Enex með ákvörðun Geysis Green Energy (GGE) og Reykjavík Energy Invest (REI) um að skipta upp Enex þannig að REI fái hlut Enex í bandaríska fyrirtækinu Iceland America Energy og GGE fái Enex. Ásgeir Margeirsson, stjórnarformaður Enex, segir að með þessu eignist GGE yfir 90 prósent í Enex og nýti rétt sinn til innlausnar á afganginum. Magnús Hallgrímsson, einn stofnenda Enex, er ósáttur við þróunina og hefði ekki viljað kljúfa félagið. Hann telur að REI „hirði" Bandaríkjaverkefnið og GGE stingi Enex í skúffu og sameini GGE. Stofnendum Enex verði fleygt „út á gaddinn". Magnús bendir á að framkvæmdir hafi dregist saman síðustu mánuði og GGE hafi flutt Enex til Keflavíkur, eins og hann hafi komist að raun um þegar hann kom þar að tómum skrifstofum. Þá hafi síma verið lokað án þess að láta hluthafa vita. Meirihlutaeigendur Enex hafa gert litlu hluthöfunum tilboð um að selja bréf sín á eina krónu á hlut eða ganga inn í kaupin á bandaríska félaginu. Magnús segir að tilboðið hafi ekki enn borist skriflega. Hann telur að hluthafar geti líka neitað að selja og krafist þess að farið verði í verðmat, lögum samkvæmt. Hann kveðst vera með alla kostina til skoðunar. Ásgeir Margeirsson, stjórnarformaður Enex og forstjóri GGE, segir að Enex hafi verið með fangið fullt af verkefnum fyrir milljarðatugi en ekki verið með fé til að fara ráðst í þau. Ekki hafi komið til greina að selja verkefnin eftir að heimskreppan hófst og þess vegna hafi þurft að finna nýja lausn. „Hún fólst í því að skipta félaginu upp. REI eignast eignarhlut Enex í félaginu Iceland America Energy í Kaliforníu og GGE fær rúm 90 prósent í Enex," segir hann og telur að ekki hafi verið skynsamlegt að halda Enex sem sjálfstæðu félagi. Við blasi að stóru hluthafarnir kaupi litlu hluthafana út. Eflaust sé hægt að hafa mismunandi skoðanir á verðinu en „miðað við okkar mat á stöðu félagsins er þetta ríflegt verð fyrir þá sem selja". Ásgeir segir litlu hluthafana ekki hafa um neitt að velja, ef þeir selji ekki verði þeir að sæta innlausn.
Markaðir Viðskipti Mest lesið Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Neytendur Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Sjá meira