Ryanair skilar fyrsta tapi í sögu félagsins Sólmundur Hólm Sólmundarson skrifar 2. júní 2009 09:54 Ryanair skilar fyrsta tapi í sögu félagsins. Mynd/AFP Flugfélagið Ryanair hefur tilkynnt um fyrsta tapið í sögu félagsins. Tapið má meðal annars rekja til hækkunar á eldsneytisverði en einnig þurfti félagið að afskrifa virði eignarhlutar þess í keppinautnum Aer Lingus. Tapið var meira en greiningardeildir höfðu spáð fyrir um. Tap Ryanair nam 169 milljónum evra á tímabilinu 1. apríl 2008 til 31. mars 2009, samanborið við 481 milljónar evra hagnað árið áður. Sala félagsins jókst hinsvegar um 8,4% og nam tæpum þremur milljörðum evra. Olíuverð náði methæðum síðasta sumar og segja stjórnendur fyrirtækisins að eldsneytiskostnaður félagsins hafi því farið úr 791 milljón evra upp í 1,3 milljarða evra. Ryanair þurfti að afskrifa 29,8% eignarhlut sinn í Aer Lingus um rúmar 222 milljónir evra eftir að bréf í hinu síðarnefndar hríðféllu. Séu áhrif afskriftanna tekin út úr rekstrarreikningi ásamt svokölluðum einsskiptis þáttum nam hagnaður félagsins 105 milljónum evra en það er 78% lækkun milli ára. Ryanair hefur í tvígang reynt að yfirtaka Aer Lingus án árangurs. Nú síðast í janúar var yfirtökutilboði Ryanair hafnað af ríkisstjórn Írlands sem er næst stærsti hluthafinn í Aer Lingus. Stjórnendur Ryanair sjá engu að síður fram á bjartari tíð með blóm í haga þar sem verð á olíutunnunni hefur lækkað frá því það náði hámarki í júlí á síðastsa ári. Þá kostaði olíutunnan 147 dali en fór niður í 32 dali í desember á síðasta ári. Í dag stendur tunnan í 67 dölum. Michael O´Leary, forstjóri Ryanair segir að félagið ætli að láta lækkun eldsneytiskostnaðar, sem og lækkun annars kostnaðar, skila sér í lækkuðu fargjaldi. Hann segist jafnframt sjá fram á að félagið skili hagnaði upp á 200-300 milljónir evra á þessu reikningsári. Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Flugfélagið Ryanair hefur tilkynnt um fyrsta tapið í sögu félagsins. Tapið má meðal annars rekja til hækkunar á eldsneytisverði en einnig þurfti félagið að afskrifa virði eignarhlutar þess í keppinautnum Aer Lingus. Tapið var meira en greiningardeildir höfðu spáð fyrir um. Tap Ryanair nam 169 milljónum evra á tímabilinu 1. apríl 2008 til 31. mars 2009, samanborið við 481 milljónar evra hagnað árið áður. Sala félagsins jókst hinsvegar um 8,4% og nam tæpum þremur milljörðum evra. Olíuverð náði methæðum síðasta sumar og segja stjórnendur fyrirtækisins að eldsneytiskostnaður félagsins hafi því farið úr 791 milljón evra upp í 1,3 milljarða evra. Ryanair þurfti að afskrifa 29,8% eignarhlut sinn í Aer Lingus um rúmar 222 milljónir evra eftir að bréf í hinu síðarnefndar hríðféllu. Séu áhrif afskriftanna tekin út úr rekstrarreikningi ásamt svokölluðum einsskiptis þáttum nam hagnaður félagsins 105 milljónum evra en það er 78% lækkun milli ára. Ryanair hefur í tvígang reynt að yfirtaka Aer Lingus án árangurs. Nú síðast í janúar var yfirtökutilboði Ryanair hafnað af ríkisstjórn Írlands sem er næst stærsti hluthafinn í Aer Lingus. Stjórnendur Ryanair sjá engu að síður fram á bjartari tíð með blóm í haga þar sem verð á olíutunnunni hefur lækkað frá því það náði hámarki í júlí á síðastsa ári. Þá kostaði olíutunnan 147 dali en fór niður í 32 dali í desember á síðasta ári. Í dag stendur tunnan í 67 dölum. Michael O´Leary, forstjóri Ryanair segir að félagið ætli að láta lækkun eldsneytiskostnaðar, sem og lækkun annars kostnaðar, skila sér í lækkuðu fargjaldi. Hann segist jafnframt sjá fram á að félagið skili hagnaði upp á 200-300 milljónir evra á þessu reikningsári.
Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira