Landbúnaðarsjóður stærsti lánveitandi í fasteign Magasin 2. mars 2009 09:32 Það kemur svolítið á óvart að Lánastofnun landbúnaðarins í Danmörku, DLR, er stærsti lánveitandinn í fasteigninni sem hýsir Magasin du Nord sem aftur er að mestu í eigu Straums. Þetta kemur fram í ítarlegri grein um stöðu mála hjá Magasin du Nord og Illum í blaðinu Berlinske Tidende í dag. DLR hefur lánað 935 milljónir danskra kr. eða rúmlega 19 milljarða kr. til fasteignafélagsins Kongens Nytorv Aps. Félag þetta var áður í tæplega 50% eigu Hólakots áður en Straumur tók yfir reksturinn nú eftir áramótin. Næststærsti lánveitandinn er svo þýska fjármálafyrirtækið Hypo Real með lán upp á 124 miljónir danskra kr. eða um 2,1 milljarða kr.. Þar sem DLR má aðeins lána upp að 60% af fasteignamati eigna hefur stofnunin metið Kongens Nytorv upp á 1,5 milljarða danskra kr. eða tæplega 30 milljarða kr. er lánið var veitt. Fasteignasalar efast um að þetta flaggskip danska verslunarflotans sé svo mikils virði í dag. Bent Andersen forstjóri DLR er þó pollrólegur með lánaviðskiptin við Kongens Nytorv. Hann segir í samtali við Berlinske að hann sé viss um að raunverulegt virði fasteignarinnar sé langt fyrir ofan milljarð danskra kr.. Töluverður orðrómur hefur verið í gangi um að bæði Magasin og Illum séu til sölu þessa stundina. Markaðurinn er hinsvegar erfiður vegna fjármálakreppunnar og óvíst hvort reynt verði að selja aðra hvora eða báðar verslanirnar í náinni framtíð. Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Það kemur svolítið á óvart að Lánastofnun landbúnaðarins í Danmörku, DLR, er stærsti lánveitandinn í fasteigninni sem hýsir Magasin du Nord sem aftur er að mestu í eigu Straums. Þetta kemur fram í ítarlegri grein um stöðu mála hjá Magasin du Nord og Illum í blaðinu Berlinske Tidende í dag. DLR hefur lánað 935 milljónir danskra kr. eða rúmlega 19 milljarða kr. til fasteignafélagsins Kongens Nytorv Aps. Félag þetta var áður í tæplega 50% eigu Hólakots áður en Straumur tók yfir reksturinn nú eftir áramótin. Næststærsti lánveitandinn er svo þýska fjármálafyrirtækið Hypo Real með lán upp á 124 miljónir danskra kr. eða um 2,1 milljarða kr.. Þar sem DLR má aðeins lána upp að 60% af fasteignamati eigna hefur stofnunin metið Kongens Nytorv upp á 1,5 milljarða danskra kr. eða tæplega 30 milljarða kr. er lánið var veitt. Fasteignasalar efast um að þetta flaggskip danska verslunarflotans sé svo mikils virði í dag. Bent Andersen forstjóri DLR er þó pollrólegur með lánaviðskiptin við Kongens Nytorv. Hann segir í samtali við Berlinske að hann sé viss um að raunverulegt virði fasteignarinnar sé langt fyrir ofan milljarð danskra kr.. Töluverður orðrómur hefur verið í gangi um að bæði Magasin og Illum séu til sölu þessa stundina. Markaðurinn er hinsvegar erfiður vegna fjármálakreppunnar og óvíst hvort reynt verði að selja aðra hvora eða báðar verslanirnar í náinni framtíð.
Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira