Opinber innkaup Vigdís Hauksdóttir skrifar 17. apríl 2009 06:00 Tilgangur laga nr. 84/2007 um opinber innkaup er að tryggja jafnræði fyrirtækja við opinber innkaup, stuðla að hagkvæmni í opinberum rekstri með virkri samkeppni og efla nýsköpun og þróun við innkaup hins opinbera á vörum, verkum og þjónustu. Samkvæmt 3. gr. laganna taka lögin til ríkis, sveitarfélaga, stofnana þeirra og annarra opinberra aðila. Viðmiðunarfjárhæðir vegna opinberra innkaupa á Evrópska efnahagssvæðinu er að finna í reglugerð nr. 807/2007. Viðmiðunarfjárhæðir vegna skyldu til útboðs á Evrópska efnahagssvæðinu samkvæmt 78. gr. laga nr. 84/2007 skulu vera sem hér segir: opinberir aðilar - viðmiðunar-fjárhæðir vegna skyldu til útboðs á Evrópska efnahagssvæðinu samkvæmt 78. gr. laganna hjá opinberum aðilum að frátöldum sveitarfélögum og stofnunum eru eftirfarandi: vöru- og þjónustusamningar 11.690.000 kr. og verksamningar 449.490.000 kr. Þegar sveitarfélög, stofnanir þeirra og aðrir opinberir aðilar á þeirra vegum eiga í hlut eru viðmiðunarfjárhæðir þessar: vöru- og þjónustusamningar 17.980.000 kr. og verksamningar 449.490.000 kr. Almennt er kveðið á um útboð í lögum nr. 65/1993 um framkvæmd útboða og eiga þau lög við um opinber útboð eins langt og þau ná, það er að segja þegar ekki er vikið frá þeim í lögum um opinber innkaup eða öðrum sérlögum. Þegar innkaup/verk eru yfir eftirtöldum viðmiðunarfjárhæðum er meginreglan sú að þau þarf að auglýsa á öllu EES svæðinu með birtingu í Stjórnartíðindum ESB. Hefur þetta í för með sér að erlend fyrirtæki hafa tækifæri á að bjóða í innkaup/verk hér á landi. Nú þegar atvinnuleysi hefur náð nýjum hæðum er mikilvægt að ríki og sveitarfélög leggist á eitt og hugleiði umfang innkaupa/verka til að halda þeim á innanlandsmarkaði án þess að brjóta gegn reglum EES-samningsins. Verði tekin meðvituð ákvörðun um að hafa umfang útboða undir viðmiðunarfjárhæðum er hægt að skapa fleirum atvinnu með auknum verkfjölda. Ég tel að þessi aðgerð komi til með að fleyta mörgum fyrirtækjum og einyrkjum sem nú eru í rekstri og framleiðslu yfir erfiðasta hjallann. Höfundur skipar 1. sætið fyrir Framsóknarflokkinn í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vigdís Hauksdóttir Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Tilgangur laga nr. 84/2007 um opinber innkaup er að tryggja jafnræði fyrirtækja við opinber innkaup, stuðla að hagkvæmni í opinberum rekstri með virkri samkeppni og efla nýsköpun og þróun við innkaup hins opinbera á vörum, verkum og þjónustu. Samkvæmt 3. gr. laganna taka lögin til ríkis, sveitarfélaga, stofnana þeirra og annarra opinberra aðila. Viðmiðunarfjárhæðir vegna opinberra innkaupa á Evrópska efnahagssvæðinu er að finna í reglugerð nr. 807/2007. Viðmiðunarfjárhæðir vegna skyldu til útboðs á Evrópska efnahagssvæðinu samkvæmt 78. gr. laga nr. 84/2007 skulu vera sem hér segir: opinberir aðilar - viðmiðunar-fjárhæðir vegna skyldu til útboðs á Evrópska efnahagssvæðinu samkvæmt 78. gr. laganna hjá opinberum aðilum að frátöldum sveitarfélögum og stofnunum eru eftirfarandi: vöru- og þjónustusamningar 11.690.000 kr. og verksamningar 449.490.000 kr. Þegar sveitarfélög, stofnanir þeirra og aðrir opinberir aðilar á þeirra vegum eiga í hlut eru viðmiðunarfjárhæðir þessar: vöru- og þjónustusamningar 17.980.000 kr. og verksamningar 449.490.000 kr. Almennt er kveðið á um útboð í lögum nr. 65/1993 um framkvæmd útboða og eiga þau lög við um opinber útboð eins langt og þau ná, það er að segja þegar ekki er vikið frá þeim í lögum um opinber innkaup eða öðrum sérlögum. Þegar innkaup/verk eru yfir eftirtöldum viðmiðunarfjárhæðum er meginreglan sú að þau þarf að auglýsa á öllu EES svæðinu með birtingu í Stjórnartíðindum ESB. Hefur þetta í för með sér að erlend fyrirtæki hafa tækifæri á að bjóða í innkaup/verk hér á landi. Nú þegar atvinnuleysi hefur náð nýjum hæðum er mikilvægt að ríki og sveitarfélög leggist á eitt og hugleiði umfang innkaupa/verka til að halda þeim á innanlandsmarkaði án þess að brjóta gegn reglum EES-samningsins. Verði tekin meðvituð ákvörðun um að hafa umfang útboða undir viðmiðunarfjárhæðum er hægt að skapa fleirum atvinnu með auknum verkfjölda. Ég tel að þessi aðgerð komi til með að fleyta mörgum fyrirtækjum og einyrkjum sem nú eru í rekstri og framleiðslu yfir erfiðasta hjallann. Höfundur skipar 1. sætið fyrir Framsóknarflokkinn í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar