Dópneysla vaxandi vandamál á vinnustöðum í Danmörku 20. janúar 2009 10:01 Dópneysla er nú vaxandi vandamál á vinnustöðum í Danmörku. Skiptir þá ekki máli hvort um er að ræða veitingahús, skrifstofur, byggingaframkvæmdir eða annað. Fjallað er um málið í Jyllands-Posten. Þar segir að loksins þegar tekist hafi að útiloka áfengi, aðallega öldrykkju, frá dönskum vinnustöðum færist misnotkun á öðrum fíkniefnum í aukana. Er þar aðallega um örvandi efni að ræða eins og amfetamín og kókaín. Jyllands-Posten ræðir við Finn Zierau lækni hjá Afvötnunarstöð Kaupmannahafnarsvæðisins sem segir að ákveðin kynslóðaskipti séu þegar komi að misnotkun á áfengi og fíkniefnum hjá vinnandi fólki. Áfengisvandamálið sé einkum bundið við eldra fólk, það er yfir 45 ára, og örvandi efnin við yngri hópa eða frá 25 til 45 ára. Misnotkun áfengis, einkum öldrykkja, var þekkt vandamál hjá iðnaðarmönnum og byggingaverkamönnum á byggingasvæðum í Danmörku hér á árum áður. Verkalýðsforystunni tókst með markvissum aðgerðum að útrýma þessu vandamáli að mestu. Nú hinsvegar ber svo við að verkamennirnir hafa í stórum stíl skipt út ölinu fyrir örvandi efni eins og amfetamín. Og kókaín neysla meðal skrifstofufólks, einkum í fjármálageiranum, er einnig vaxandi vandamál. Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Dópneysla er nú vaxandi vandamál á vinnustöðum í Danmörku. Skiptir þá ekki máli hvort um er að ræða veitingahús, skrifstofur, byggingaframkvæmdir eða annað. Fjallað er um málið í Jyllands-Posten. Þar segir að loksins þegar tekist hafi að útiloka áfengi, aðallega öldrykkju, frá dönskum vinnustöðum færist misnotkun á öðrum fíkniefnum í aukana. Er þar aðallega um örvandi efni að ræða eins og amfetamín og kókaín. Jyllands-Posten ræðir við Finn Zierau lækni hjá Afvötnunarstöð Kaupmannahafnarsvæðisins sem segir að ákveðin kynslóðaskipti séu þegar komi að misnotkun á áfengi og fíkniefnum hjá vinnandi fólki. Áfengisvandamálið sé einkum bundið við eldra fólk, það er yfir 45 ára, og örvandi efnin við yngri hópa eða frá 25 til 45 ára. Misnotkun áfengis, einkum öldrykkja, var þekkt vandamál hjá iðnaðarmönnum og byggingaverkamönnum á byggingasvæðum í Danmörku hér á árum áður. Verkalýðsforystunni tókst með markvissum aðgerðum að útrýma þessu vandamáli að mestu. Nú hinsvegar ber svo við að verkamennirnir hafa í stórum stíl skipt út ölinu fyrir örvandi efni eins og amfetamín. Og kókaín neysla meðal skrifstofufólks, einkum í fjármálageiranum, er einnig vaxandi vandamál.
Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira