Bankarisi í algjörum mínus 16. janúar 2009 13:24 Kenneth D. Lewis, forstjóri Bank of America. Mynd/AFP Bank of America, langstærsti banki Bandaríkjanna, tæpaði 1,8 milljörðum Bandaríkjadala, jafnvirði 230 milljarða króna, á fjórða og síðasta ársfjórðungi nýliðins árs. Þetta er fyrsta tap bankans í um átján ár. Til samanburðar nam hagnaður bankans ári fyrr 268 milljónum dala. Hagnaðurinn nam fimm sentum á hlut þá en tapið nú nemur 48 sentum á hlut. Tekjur bankans í fyrra námu 15,98 milljörðum dala, sem er nítján prósenta aukning á milli ára. Helsta ástæðan fyrir taprekstrinum er þungur róður eftir stórar yfirtökur á síðasta ári. Bankinn lauk yfirtöku á fasteignalánveitandanum Countrywide Financial um mitt síðasta ár auk þess að samþykkja yfirtöku á fjárfestingabankanum Merrill Lynch í hamfaraveðri á fjármálamörkuðum í september. Kaupin gengu í gegn um áramótin. Svo þungur er róðurinn að bankinn var að sækja sér 138 milljarða dala fé úr sérstökum neyðarsjóði bandarískra stjórnvalda fyrir fjármálafyrirtæki í vandræðum. Í nótt var svo tilkynnt að ríkið kaupir hlut í bankanum fyrir 20 milljarða dala en gengur í ábyrgðir á eignum fyrir afganginn.Þetta er annað sinn sem bankinn sækir í neyðarsjóðinn og þykir farið að hitna undir Kenneth D. Lewis, forstjóra, vegna málsins. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bank of America, langstærsti banki Bandaríkjanna, tæpaði 1,8 milljörðum Bandaríkjadala, jafnvirði 230 milljarða króna, á fjórða og síðasta ársfjórðungi nýliðins árs. Þetta er fyrsta tap bankans í um átján ár. Til samanburðar nam hagnaður bankans ári fyrr 268 milljónum dala. Hagnaðurinn nam fimm sentum á hlut þá en tapið nú nemur 48 sentum á hlut. Tekjur bankans í fyrra námu 15,98 milljörðum dala, sem er nítján prósenta aukning á milli ára. Helsta ástæðan fyrir taprekstrinum er þungur róður eftir stórar yfirtökur á síðasta ári. Bankinn lauk yfirtöku á fasteignalánveitandanum Countrywide Financial um mitt síðasta ár auk þess að samþykkja yfirtöku á fjárfestingabankanum Merrill Lynch í hamfaraveðri á fjármálamörkuðum í september. Kaupin gengu í gegn um áramótin. Svo þungur er róðurinn að bankinn var að sækja sér 138 milljarða dala fé úr sérstökum neyðarsjóði bandarískra stjórnvalda fyrir fjármálafyrirtæki í vandræðum. Í nótt var svo tilkynnt að ríkið kaupir hlut í bankanum fyrir 20 milljarða dala en gengur í ábyrgðir á eignum fyrir afganginn.Þetta er annað sinn sem bankinn sækir í neyðarsjóðinn og þykir farið að hitna undir Kenneth D. Lewis, forstjóra, vegna málsins.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira