Íslandsferðir lánuðu 250 milljónir kr. til eigenda fyrir gjaldþrot 13. febrúar 2009 11:48 Dagur í Bláa lóninu var inni í ferðapakka Norðmannanna. Ferðaskrifstofan Íslandsferðir sem starfrækt var í Noregi lánaði 15 milljónir norskra kr., eða um 250 milljónir kr. til félaga sem stjórnað er af eigendum Íslandsferða skömmu áður en ferðaskrifstofan varð gjaldþrota nú fyrir jólin. Norskir fjölmiðlar hafa töluvert fjallað um Íslandsferðir sem eru að mestu í eigu bræðranna Ólafs og Benedikts Jóns Garðarssona. Enda stóðu hundruðir Norðmanna uppi án jólaferðar sinnar til Íslands er Íslandsferðir urðu gjaldþrota. Í nýrri frétt um málið í Dagbladet segir að skipastjóri þrotabús Íslandsferða, Thomas Piro, sé nú að rannsaka gaumgæfilega aðdragendann að gjaldþrotinu. Stjórn ferðaskrifstofunnar er farin í felur að sögn blaðsins og kröfuhafar standa uppi slyppir og snauðir. Thomas Piro er gagnrýninn á ýmsa gjörninga stjórnar ferðaskrifstofunnar, þar á meðal framan greind lán sem stjórnendur virðast hafa veitt sjálfum sér. Féð rann til félaganna Synergy Tours, Tour Tech, Direct Airlines og Progressum en þeim er öllum stjórnað af Benedikt Jóni. Þá voru eignir seldar frá Íslandsferðum til Synergy Tours á verði sem skiptastjórinn telur langt yfir markaðsverði. Þetta gerði það hinsvegar að verkum að eiginfjárstaða Íslandsferða varð jákvæð um 2 milljónir norskra kr. Benedikt Jón var áberandi í norskum fjölmiðlum í desember þar sem hann bauð norskum fyrirtækjum kostaboð ef þau vildu halda jólahlaðborð sitt á Íslandi. Margir slóu til og borguðu 4,5 milljónir norskra kr. eða um 80 milljónir kr. fyrirfram inn á ferðir sínar. Áttu Norðmennirnir að koma til Íslands með beinu flugi frá Ålesund, Tromsö, Þrándheimi, Stavanger og fleiri bæjum. Þann 19. desember var svo öllum ferðunum aflýst. Ferðatryggingarsjóður Noregs bætti skaðann til þeirra sem borgað höfðu ferðir sínar. Sjóðurinn fór svo aftur fram á gjaldþrot Íslandsferða. Norskir fjölmiðlar hafa án árangurs reynt að ná tali af Benedikt Jóni en hann ku vera búsettur á Mallorca Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Ferðaskrifstofan Íslandsferðir sem starfrækt var í Noregi lánaði 15 milljónir norskra kr., eða um 250 milljónir kr. til félaga sem stjórnað er af eigendum Íslandsferða skömmu áður en ferðaskrifstofan varð gjaldþrota nú fyrir jólin. Norskir fjölmiðlar hafa töluvert fjallað um Íslandsferðir sem eru að mestu í eigu bræðranna Ólafs og Benedikts Jóns Garðarssona. Enda stóðu hundruðir Norðmanna uppi án jólaferðar sinnar til Íslands er Íslandsferðir urðu gjaldþrota. Í nýrri frétt um málið í Dagbladet segir að skipastjóri þrotabús Íslandsferða, Thomas Piro, sé nú að rannsaka gaumgæfilega aðdragendann að gjaldþrotinu. Stjórn ferðaskrifstofunnar er farin í felur að sögn blaðsins og kröfuhafar standa uppi slyppir og snauðir. Thomas Piro er gagnrýninn á ýmsa gjörninga stjórnar ferðaskrifstofunnar, þar á meðal framan greind lán sem stjórnendur virðast hafa veitt sjálfum sér. Féð rann til félaganna Synergy Tours, Tour Tech, Direct Airlines og Progressum en þeim er öllum stjórnað af Benedikt Jóni. Þá voru eignir seldar frá Íslandsferðum til Synergy Tours á verði sem skiptastjórinn telur langt yfir markaðsverði. Þetta gerði það hinsvegar að verkum að eiginfjárstaða Íslandsferða varð jákvæð um 2 milljónir norskra kr. Benedikt Jón var áberandi í norskum fjölmiðlum í desember þar sem hann bauð norskum fyrirtækjum kostaboð ef þau vildu halda jólahlaðborð sitt á Íslandi. Margir slóu til og borguðu 4,5 milljónir norskra kr. eða um 80 milljónir kr. fyrirfram inn á ferðir sínar. Áttu Norðmennirnir að koma til Íslands með beinu flugi frá Ålesund, Tromsö, Þrándheimi, Stavanger og fleiri bæjum. Þann 19. desember var svo öllum ferðunum aflýst. Ferðatryggingarsjóður Noregs bætti skaðann til þeirra sem borgað höfðu ferðir sínar. Sjóðurinn fór svo aftur fram á gjaldþrot Íslandsferða. Norskir fjölmiðlar hafa án árangurs reynt að ná tali af Benedikt Jóni en hann ku vera búsettur á Mallorca
Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira