Bresk stjórnvöld æf af reiði út í skilanefnd Landsbankans 5. febrúar 2009 09:18 Bresk stjórnvöld munu vera æf af reiði út í skilanefnd Landsbankans sökum áforma þeirra um að setja Baug í greiðslustöðvun. Þetta kemur fram í grein sem viðskiptafréttastjóri blaðsins The Times skrifar í dag. "Deilan milli Bretlands og Íslands vegna hruns íslenska bankakerfisins er nú að byrja að láta Þorskastríðin líta út eins og huggulega fiskmáltíð," Þannig hefst grein David Wighton um málið. "Fjármálaráðuneytið snýtir rauðu sökum þess að ekkert samráð var haft við ráðuneytið um að setja félag sem á stóran hluta af breska verslunargeiranum í greiðslustöðvun." Fram kemur í grein Wighton að bresk stjórnvöld hafi mikinn áhuga á örlögum Baugs þar sem að helsti lánadrottinn félagsins, Landsbankinn (nú íslenska ríkið), skuldar breskum stjórnvöldum hundruðir milljóna punda eftir að stjórnvöldin tóku að sér að greiða út innistæður af Icesave-reikningunum. Þar að auki hafa stjórnvöld í Bretlandi aðstoðað við að halda verslunarkeðjum Baugs gangandi yfir jólavertíðina síðustu með lánveitingum. Fram kom í frétt hér á Fréttastofu í desember að Landsbankinn hefði fengið 100 milljón punda lán frá stjórnvöldunum af þessum sökum. Bresk stjórnvöld hafa ekki áhuga á að bíða, jafnvel árum saman, eftir því að eignir Baugs verði seldar í Bretlandi eins og skilanefnd Landsbankans hefur hugsað sér að gera. Bretar vilja að þessar eignir verði seldar fyrr en seinna. Fréttina má nálgast hér. Mest lesið Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Viðskipti innlent Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Bresk stjórnvöld munu vera æf af reiði út í skilanefnd Landsbankans sökum áforma þeirra um að setja Baug í greiðslustöðvun. Þetta kemur fram í grein sem viðskiptafréttastjóri blaðsins The Times skrifar í dag. "Deilan milli Bretlands og Íslands vegna hruns íslenska bankakerfisins er nú að byrja að láta Þorskastríðin líta út eins og huggulega fiskmáltíð," Þannig hefst grein David Wighton um málið. "Fjármálaráðuneytið snýtir rauðu sökum þess að ekkert samráð var haft við ráðuneytið um að setja félag sem á stóran hluta af breska verslunargeiranum í greiðslustöðvun." Fram kemur í grein Wighton að bresk stjórnvöld hafi mikinn áhuga á örlögum Baugs þar sem að helsti lánadrottinn félagsins, Landsbankinn (nú íslenska ríkið), skuldar breskum stjórnvöldum hundruðir milljóna punda eftir að stjórnvöldin tóku að sér að greiða út innistæður af Icesave-reikningunum. Þar að auki hafa stjórnvöld í Bretlandi aðstoðað við að halda verslunarkeðjum Baugs gangandi yfir jólavertíðina síðustu með lánveitingum. Fram kom í frétt hér á Fréttastofu í desember að Landsbankinn hefði fengið 100 milljón punda lán frá stjórnvöldunum af þessum sökum. Bresk stjórnvöld hafa ekki áhuga á að bíða, jafnvel árum saman, eftir því að eignir Baugs verði seldar í Bretlandi eins og skilanefnd Landsbankans hefur hugsað sér að gera. Bretar vilja að þessar eignir verði seldar fyrr en seinna. Fréttina má nálgast hér.
Mest lesið Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Viðskipti innlent Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira