Kaupþing kyrrsetur einkaþotu stjórnarformanns Tottenham 19. júlí 2009 09:10 Stjórnendur Singer & Friedlander banka Kaupþings í Bretlandi hafa lagt hald á einkaþotu Daniel Levy stjórnarformanns enska fótboltaliðsins Tottenham. Um er að ræða þotu af gerðinni Embraer Legacy og hefur hún verið kyrrsett á Stansted flugvelli að kröfu bankans. Samkvæmt frétt í blaðinu Times gripu stjórnendur Singer & Friedlander til þessara aðgerða eftir að afborganir hættu að berast af 15 milljon punda, eða rúmlega þriggja milljarða kr., láni sem Levy fékk hjá bankanum til að kaupa þotuna árið 2007. Þotan er nú aðeins talin 13 milljón punda virði. Times segir að aðgerðin muni valda taugatitringi innan bresku úrvalsdeildarinnar þar sem upphæðin sem um er deilt í þessu tilviki sé varla næg til að greiða laun hjá meðalgóðum leikmanni í deildinni á næsta keppnistímabili. Ekki hefur verið talið að forráðamenn í úrvalsdeildinni væru sérstaklega illa haldnir þrátt fyrir kreppuna. Sjálfur segir Levy að um lítilsháttar ágreining sé að ræða við Singer & Friedlander en Times gerir að því skóna að Levy sé ekki óánægður með að missa þotuna með þessum hætti þar sem lánið er orðið hærra en markaðsverð hennar. Lánið var í höndum félags Levy á Bahama eyjum, English National Investment Company (Enic), en því er stjórnað af milljarðamæringnum Joe Lewis frá London. Singer & Friedlander gerðu samning um lánið við Riz Air, sem er í eigu Enic en Levy er svo aftur forstjóri Riz Air. Talsmaður Enic segir að kaupin á þotunni hafi verið fjárfesting á sínum tíma og að Levy hafi ekki notað þotuna mikið á síðustu mánuðum. "Þessi deila hefur staðið um nokkurn tíma og ég held að allir vilji leysa hana," segir talsmaðurinn Mest lesið Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Stjórnendur Singer & Friedlander banka Kaupþings í Bretlandi hafa lagt hald á einkaþotu Daniel Levy stjórnarformanns enska fótboltaliðsins Tottenham. Um er að ræða þotu af gerðinni Embraer Legacy og hefur hún verið kyrrsett á Stansted flugvelli að kröfu bankans. Samkvæmt frétt í blaðinu Times gripu stjórnendur Singer & Friedlander til þessara aðgerða eftir að afborganir hættu að berast af 15 milljon punda, eða rúmlega þriggja milljarða kr., láni sem Levy fékk hjá bankanum til að kaupa þotuna árið 2007. Þotan er nú aðeins talin 13 milljón punda virði. Times segir að aðgerðin muni valda taugatitringi innan bresku úrvalsdeildarinnar þar sem upphæðin sem um er deilt í þessu tilviki sé varla næg til að greiða laun hjá meðalgóðum leikmanni í deildinni á næsta keppnistímabili. Ekki hefur verið talið að forráðamenn í úrvalsdeildinni væru sérstaklega illa haldnir þrátt fyrir kreppuna. Sjálfur segir Levy að um lítilsháttar ágreining sé að ræða við Singer & Friedlander en Times gerir að því skóna að Levy sé ekki óánægður með að missa þotuna með þessum hætti þar sem lánið er orðið hærra en markaðsverð hennar. Lánið var í höndum félags Levy á Bahama eyjum, English National Investment Company (Enic), en því er stjórnað af milljarðamæringnum Joe Lewis frá London. Singer & Friedlander gerðu samning um lánið við Riz Air, sem er í eigu Enic en Levy er svo aftur forstjóri Riz Air. Talsmaður Enic segir að kaupin á þotunni hafi verið fjárfesting á sínum tíma og að Levy hafi ekki notað þotuna mikið á síðustu mánuðum. "Þessi deila hefur staðið um nokkurn tíma og ég held að allir vilji leysa hana," segir talsmaðurinn
Mest lesið Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira