Fótbolti

Joachim Löw áfram landsliðsþjálfari Þjóðverja til 2012

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Joachim Löw og Micael Ballack á blaðamannafundi.
Joachim Löw og Micael Ballack á blaðamannafundi. Nordic Photos / AFP

Joachim Löw hefur framlengt samning sinn við þýska knattspyrnusambandið til ársins 2012.

Löw mun því þjálfa þýska landsliðið fram yfir Evrópumeistaramótið sem haldið verður í Úkraínu og Póllandi árið 2012.

Hann tók við starfinu árið 2006 eftir að hafa verið aðstoðarmaður Jürgen Klinsmann.

Á síðasta stórmóti, EM 2008, stýrði hann Þjóðverjum í úrslitaleikinn þar sem þeir töpuðu fyrir Spáni.

Theo Zwanziger, forseti þýska knattspyrnusambandsins staðfesti í gær að samkomulagið hafi verið handsalað í gærkvöldi og að skrifað verði undir nýjan samning í janúar næstkomandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×