Gengið gæti styrkst um 30 prósent á einu ári 3. júní 2009 00:01 Baldur Pétursson „Þótt staðan á Íslandi sé einsdæmi og afar slæm, eru til lausnir til endurreisnar," segir Baldur Pétursson, aðstoðarframkvæmdastjóri Endurreisnar- og þróunarbanka Evrópu (EBRD). „Núverandi vandi er hins vegar svo stór að við hann verður ekki ráðið nema með stórauknu samstarfi við alþjóðasamfélagið. Með umsókn um aðild að Evrópusambandinu, líkt og stjórnvöld stefna að, megi byggja upp traust og trúverðugleika sem sé forsenda fyrir aðgengi að alþjóðlegu fjármagni." Umsókn segir Baldur jafnframt nauðsynlega til að forða frá enn meira hruni, þótt hún nægi ekki ein og sér. „Samhliða verður að hefja samstarf við Seðlabanka Evrópu um aðgerðir til að tryggja styrkingu krónunnar og gengisstöðugleika. Slíkt samstarf myndi byggja bæði á umsókn um aðild að ESB sem og EES-samningnum." Baldur segir að með samstarfi við Seðlabanka Evrópu mætti tryggja gengishækkun krónunnar og varða leiðina út úr gjaldeyriskreppunni. „Slíkum samningum við Seðlabanka Evrópu ætti að vera hægt að ná á tiltölulega skömmum tíma miðað við skyldur samningsaðila innan EES-samningsins," segir hann og telur að með samstarfinu væri hægt að styrkja gengi krónunnar um nálægt því 30 prósent. „Þannig að eftir um rúmt ár væri hægt að ná þeirri stöðu sem var í upphafi 2008 og ná gengisvísitölunni í 140. Slíkt verkefni má ekki taka lengri tíma en eitt ár." Baldur segir vísitöluna 140 vera langtímajafnvægisstöðu krónunnar og þá stöðu sem við verði að miða við endurreisn bankanna. „Þetta er afar mikilvægt atriði ef nýir bankar eiga að hafa möguleika til lengri tíma." Stöðuna hér á Íslandi, sem orðið hafi fyrir meira efnahagsáfalli en nokkurt annað ríki í fjármálakreppunni, segir Baldur hins vegar vera þannig að ekkert megi fara úrskeiðis, eða tefja á leiðinni til endurreisnar. Baldur var hér á landi í síðustu viku til að kynna starfsemi EBRD og fjárfestingarkosti á starfssvæði bankans í Austur-Evrópu og Asíu.- óká Markaðir Mest lesið „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Sjá meira
„Þótt staðan á Íslandi sé einsdæmi og afar slæm, eru til lausnir til endurreisnar," segir Baldur Pétursson, aðstoðarframkvæmdastjóri Endurreisnar- og þróunarbanka Evrópu (EBRD). „Núverandi vandi er hins vegar svo stór að við hann verður ekki ráðið nema með stórauknu samstarfi við alþjóðasamfélagið. Með umsókn um aðild að Evrópusambandinu, líkt og stjórnvöld stefna að, megi byggja upp traust og trúverðugleika sem sé forsenda fyrir aðgengi að alþjóðlegu fjármagni." Umsókn segir Baldur jafnframt nauðsynlega til að forða frá enn meira hruni, þótt hún nægi ekki ein og sér. „Samhliða verður að hefja samstarf við Seðlabanka Evrópu um aðgerðir til að tryggja styrkingu krónunnar og gengisstöðugleika. Slíkt samstarf myndi byggja bæði á umsókn um aðild að ESB sem og EES-samningnum." Baldur segir að með samstarfi við Seðlabanka Evrópu mætti tryggja gengishækkun krónunnar og varða leiðina út úr gjaldeyriskreppunni. „Slíkum samningum við Seðlabanka Evrópu ætti að vera hægt að ná á tiltölulega skömmum tíma miðað við skyldur samningsaðila innan EES-samningsins," segir hann og telur að með samstarfinu væri hægt að styrkja gengi krónunnar um nálægt því 30 prósent. „Þannig að eftir um rúmt ár væri hægt að ná þeirri stöðu sem var í upphafi 2008 og ná gengisvísitölunni í 140. Slíkt verkefni má ekki taka lengri tíma en eitt ár." Baldur segir vísitöluna 140 vera langtímajafnvægisstöðu krónunnar og þá stöðu sem við verði að miða við endurreisn bankanna. „Þetta er afar mikilvægt atriði ef nýir bankar eiga að hafa möguleika til lengri tíma." Stöðuna hér á Íslandi, sem orðið hafi fyrir meira efnahagsáfalli en nokkurt annað ríki í fjármálakreppunni, segir Baldur hins vegar vera þannig að ekkert megi fara úrskeiðis, eða tefja á leiðinni til endurreisnar. Baldur var hér á landi í síðustu viku til að kynna starfsemi EBRD og fjárfestingarkosti á starfssvæði bankans í Austur-Evrópu og Asíu.- óká
Markaðir Mest lesið „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Sjá meira