Fréttaskýring: Gjaldþrot AIG hefði sett Evrópu á hliðina Friðrik Indriðason skrifar: skrifar 6. mars 2009 17:01 Skuldatryggingar á lánum og verðbréfum ríkisstjórna, banka og fjármálafyrirtækja eru orðin tifandi tímasprengja undir öllu fjármálakerfi heimsins. Markaðurinn á útistandi skuldatryggingum er mældur í fleiri trilljónum dollara eða hundruðum þúsunda milljarða kr. og menn eru að velta því fyrir sér hvað eigi að gera við þennan nornapott sem gæti á endanum látið núverandi fjármálakreppu líta út eins og barnagælur á leikskólavelli. Bandaríski þingmaðurinn Paul Kanjorski varpaði nýlega ljósi á alvöru málsins þegar hann útskýrði fyrir áhorfendum CNBC News af hverju bandarísk stjórnvöld hefðu veitt tryggingarrisanum AIG fjárhagsstuðning upp á 180 milljarða dollara í stað þess að leyfa AIG að verða gjaldþrota. Kanjorski segir að gjaldþrot AIG hefði leitt til þess að allt bankakerfi Evrópu hefði farið á hliðina við slíkt gjaldþrot á einni nóttu, þ.e. hrunið svona á svipuðum hraða og íslenska bankakerfið hrundi s.l. haust. AIG hefur verið umfangsmikið á skuldatryggingamarkaðinum og er talið að áhætta þess þar nemi um 440 milljörðum dollara. Stærsti hluti þessarar upphæðar er bundinn við lán og pappíra hjá bönkum og fjármálafyrirtækjum í Evrópu. Ef AIG hefði ekki getað staðið við tryggingarnar sem það hefur selt á þessi lán og pappíra væru þeir ekki mikils virði eðli málsins samkvæmt. Bloomberg-fréttaveitan hefur fjallað töluvert um skuldatryggingar eða CDS eins og þær kallast á fagmálinu. Þar segir í frétt í síðasta mánuði að CDS sem bundin eru við lánagerninga hjá fjármálafyrirtækjum nemi 3,2 trilljónum dollara eða um 350 þúsund milljörðum kr. og CDS bundin við skuldabréf/verðbréf ríkisstjórna nema tæplega 1,7 trilljón dollurum eða um helmingi fyrrgreindrar upphæðar. Eftir að íslensku bankarnir hrundu í haust lýstu yfir 160 bankar og fjárfestar kröfum í skuldatryggingar bankanna og var áætlað að heildarupphæðin að baki tryggingunum næmi um 6.000 milljörðum kr. Reiknað var með að þeir sem seldu tryggingarnar þyrftu að borga 97% af því sem tryggt var fyrir. Framreiknað gerir það 17 milljónir kr. á hvern Íslending. Það var svo Depository Trust & Clearing Corp. (DTCC) sem ákvað að setja þessar tryggingar á uppboð en fyrirtækið hefur umsjón með megninu af skuldatryggingum heimsins. Í tilkynningu frá DTCC sagði að upphæðin skiptist þannig að 19,2 milljarðar dollara væru hjá Landsbankanum, 18,5 milljarðar dollara hjá Glitni og 34,5 milljarðar dollara hjá Kaupþingi. Að teknu tilliti til þeirra stóru kaupenda sem hafa komið sínum tryggingum í lóg, það er voru bæði kaupendur og seljendur á þessum tryggingum, nam nettó-upphæðin sem fór á uppboðið 14,8 milljörðum dollara eða rúmlega 1.500 milljörðum kr. Eins og fram kom í fréttum hér fyrr í vetur varð niðurstaðan af uppboðunum sú að seljendur CDS reiknuðu með að fá rúmt 1% upp í skuldir Landsbankans, rúm 3% upp í skuldir Glitnis og 6,6% upp í skuldir Kaupþings. Þessar tölur hafa svo hækkað töluvert hvað Glitni varðar og eru nú í kringum 14% og hjá Kaupþingi liggja þær á bilinu 6-8%. Þetta eru stórar upphæðir fyrir litla þjóð en þær eru sem dropi í úthafi miðað við þær upphæðir sem afgangurinn af heiminum þarf að glíma við. Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Skuldatryggingar á lánum og verðbréfum ríkisstjórna, banka og fjármálafyrirtækja eru orðin tifandi tímasprengja undir öllu fjármálakerfi heimsins. Markaðurinn á útistandi skuldatryggingum er mældur í fleiri trilljónum dollara eða hundruðum þúsunda milljarða kr. og menn eru að velta því fyrir sér hvað eigi að gera við þennan nornapott sem gæti á endanum látið núverandi fjármálakreppu líta út eins og barnagælur á leikskólavelli. Bandaríski þingmaðurinn Paul Kanjorski varpaði nýlega ljósi á alvöru málsins þegar hann útskýrði fyrir áhorfendum CNBC News af hverju bandarísk stjórnvöld hefðu veitt tryggingarrisanum AIG fjárhagsstuðning upp á 180 milljarða dollara í stað þess að leyfa AIG að verða gjaldþrota. Kanjorski segir að gjaldþrot AIG hefði leitt til þess að allt bankakerfi Evrópu hefði farið á hliðina við slíkt gjaldþrot á einni nóttu, þ.e. hrunið svona á svipuðum hraða og íslenska bankakerfið hrundi s.l. haust. AIG hefur verið umfangsmikið á skuldatryggingamarkaðinum og er talið að áhætta þess þar nemi um 440 milljörðum dollara. Stærsti hluti þessarar upphæðar er bundinn við lán og pappíra hjá bönkum og fjármálafyrirtækjum í Evrópu. Ef AIG hefði ekki getað staðið við tryggingarnar sem það hefur selt á þessi lán og pappíra væru þeir ekki mikils virði eðli málsins samkvæmt. Bloomberg-fréttaveitan hefur fjallað töluvert um skuldatryggingar eða CDS eins og þær kallast á fagmálinu. Þar segir í frétt í síðasta mánuði að CDS sem bundin eru við lánagerninga hjá fjármálafyrirtækjum nemi 3,2 trilljónum dollara eða um 350 þúsund milljörðum kr. og CDS bundin við skuldabréf/verðbréf ríkisstjórna nema tæplega 1,7 trilljón dollurum eða um helmingi fyrrgreindrar upphæðar. Eftir að íslensku bankarnir hrundu í haust lýstu yfir 160 bankar og fjárfestar kröfum í skuldatryggingar bankanna og var áætlað að heildarupphæðin að baki tryggingunum næmi um 6.000 milljörðum kr. Reiknað var með að þeir sem seldu tryggingarnar þyrftu að borga 97% af því sem tryggt var fyrir. Framreiknað gerir það 17 milljónir kr. á hvern Íslending. Það var svo Depository Trust & Clearing Corp. (DTCC) sem ákvað að setja þessar tryggingar á uppboð en fyrirtækið hefur umsjón með megninu af skuldatryggingum heimsins. Í tilkynningu frá DTCC sagði að upphæðin skiptist þannig að 19,2 milljarðar dollara væru hjá Landsbankanum, 18,5 milljarðar dollara hjá Glitni og 34,5 milljarðar dollara hjá Kaupþingi. Að teknu tilliti til þeirra stóru kaupenda sem hafa komið sínum tryggingum í lóg, það er voru bæði kaupendur og seljendur á þessum tryggingum, nam nettó-upphæðin sem fór á uppboðið 14,8 milljörðum dollara eða rúmlega 1.500 milljörðum kr. Eins og fram kom í fréttum hér fyrr í vetur varð niðurstaðan af uppboðunum sú að seljendur CDS reiknuðu með að fá rúmt 1% upp í skuldir Landsbankans, rúm 3% upp í skuldir Glitnis og 6,6% upp í skuldir Kaupþings. Þessar tölur hafa svo hækkað töluvert hvað Glitni varðar og eru nú í kringum 14% og hjá Kaupþingi liggja þær á bilinu 6-8%. Þetta eru stórar upphæðir fyrir litla þjóð en þær eru sem dropi í úthafi miðað við þær upphæðir sem afgangurinn af heiminum þarf að glíma við.
Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira