Danskt fasteignafélag í klemmu eftir hrun Straums 9. mars 2009 14:18 Hið nýstofnaða fasteignafélag Pecunia Properties er komið í klemmu aðeins fjórum dögum eftir að það var stofnað í Kaupmannahöfn. Straumur var einn af stofnendum félagsins og átti þar að auki hlut í öðru félagi sem stendur að Pecunia, það er Property Group. Markmiðið með stofnun Pecuina var að félagið myndi yfirtaka skuldsettar fasteignir sem danskir bankar hafa leyst til sín í töluverðum mæli eftir að fjármálakreppan skall á þar í landi s.l. haust. Að sögn Jesper Damborg meðeigenda í Property Group getur hrun Straums sett strik í reikninginn hvað Pecunia varðar. Á hann þar við að áætlanir voru uppi um að víkka eigendahópinn á bakvið Pecunia en þær áætlanir eru nú í uppnámi. Raunar var þegar búið að ganga frá einum samningi við Fiona bankann s.l. föstudag. Var þar um að ræða verslunarkjarnann Mary´s í Velje. Samdi Pecunia við bankann um að klára byggingu kjarnans gegn því að fá hlut af söluverði hans seinna meir. Tryggingarfélagið Köbstædernes Forsikring stendur að Pecunia auk Straums og Property Group. Property Group er svo aftur í 40% eigu Straums en aðrir eigendur eru Guðmundur Þórðarsson, Birgir Bieltvedt og nokkrir Danir. Fram kemur í umfjöllun á business.dk að yfirtaka Fjármálaeftirlitsins á Straumi hafi engin áhrif á rekstur Property Group. Svo heppilega hafi viljað til að Straumur breytti láni til Property í hlutafé skömmu fyrir stofnun Pecunia. Jesper Damborg segir að það sé betra að hafa íslenska ríkið sem meðeigenda að félaginu heldur en lánadrottinn þess. Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Hið nýstofnaða fasteignafélag Pecunia Properties er komið í klemmu aðeins fjórum dögum eftir að það var stofnað í Kaupmannahöfn. Straumur var einn af stofnendum félagsins og átti þar að auki hlut í öðru félagi sem stendur að Pecunia, það er Property Group. Markmiðið með stofnun Pecuina var að félagið myndi yfirtaka skuldsettar fasteignir sem danskir bankar hafa leyst til sín í töluverðum mæli eftir að fjármálakreppan skall á þar í landi s.l. haust. Að sögn Jesper Damborg meðeigenda í Property Group getur hrun Straums sett strik í reikninginn hvað Pecunia varðar. Á hann þar við að áætlanir voru uppi um að víkka eigendahópinn á bakvið Pecunia en þær áætlanir eru nú í uppnámi. Raunar var þegar búið að ganga frá einum samningi við Fiona bankann s.l. föstudag. Var þar um að ræða verslunarkjarnann Mary´s í Velje. Samdi Pecunia við bankann um að klára byggingu kjarnans gegn því að fá hlut af söluverði hans seinna meir. Tryggingarfélagið Köbstædernes Forsikring stendur að Pecunia auk Straums og Property Group. Property Group er svo aftur í 40% eigu Straums en aðrir eigendur eru Guðmundur Þórðarsson, Birgir Bieltvedt og nokkrir Danir. Fram kemur í umfjöllun á business.dk að yfirtaka Fjármálaeftirlitsins á Straumi hafi engin áhrif á rekstur Property Group. Svo heppilega hafi viljað til að Straumur breytti láni til Property í hlutafé skömmu fyrir stofnun Pecunia. Jesper Damborg segir að það sé betra að hafa íslenska ríkið sem meðeigenda að félaginu heldur en lánadrottinn þess.
Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira