Fótbolti

Ribery ekki hrifinn af veðrinu á Englandi

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Franck Ribery.
Franck Ribery. Nordic Photos/Getty Images

Franck Ribery hefur útilokað að flytja sig yfir til Englands. Ástæðan? Jú, hann er ekki hrifinn af veðrinu á Englandi.

Frakkinn knái er ákaflega eftirsóttur þessa dagana af liðum bæði á Englandi og Spáni. Má þar nefna Man. Utd og Real Madrid.

Sjálfur segist Ribery vera hamingjusamur í herbúðum FC Bayern en viðurkennir að hann viti ekki hvað muni gerast í sumar.

„Ef ég á að segja alveg satt þá hef ég bara ekki hugmynd um hvað gerist í sumar. Ég spyr sjálfan mig samt margoft af því," sagði Ribery.

„Ég mun bara sjá til hvernig hlutirnir þróast. Þetta er ekki auðveld staða því ég er hamingjusamur hjá Bayern. Ef ég þarf að fara þá mun ég ekki fara til Englands því þar er sama veðurfar og í Þýskalandi," sagði Ribery sem hefur klárlega ekki tekið neinn lit í Þýskalandi þó svo hann hafi tekið framförum sem knattspyrnumaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×