Viðskipti innlent

Á hverju er nú von?

Geir H. Haarde.
Geir H. Haarde.

Þegar Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, lokaði Nasdaq-markaðnum minntist hann á gott gengi íslensks efnahagslífs, sem hann sagðist vilja að héldi áfram á sömu braut. Hann sagðist vona að nú sæi fram á betri tíma þegar ný löggjöf um aðgerðir gegn fjármálakreppunni færi í gegn á Bandaríkjaþingi til hagsbóta fyrir fyrirtæki í Bandaríkjunum og um allan heim.

Þetta var að kvöldi dags 24. september 2008. Þá voru um tíu dagar frá gjaldþroti bandaríska fjárfestingarbankans Lehman Brothers og fimm dagar þar til ríkið tók yfir 75 prósenta hlut í Glitni. Þeir atburðir sem fylgdu í kjölfarið hafa heldur betur færst í sögubækur Íslendinga. Erfitt er að segja til um stöðu íslensks efnahagslífs og enn er beðið þessara betri tíma sem Geir minntist á…






Fleiri fréttir

Sjá meira


×