Wolfsburg þýskur meistari Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. maí 2009 19:17 Edin Dzeko frá Bosníu og Brasilíumaðurinn Grafite fagna meistaratitli Wolfsburg í dag. Nordic Photos / Bongarts Wolfsburg varð í dag þýskur meistari í knattspyrnu í fyrsta sinn í sögu félagsins. Þetta er í fyrsta sinn síðan 1970 að nýtt félag bætist í hóp þeirra sem hafa unnið þýska meistaratitilinn. Wolfsburg vann 5-1 sigur á Werder Bremen í dag og tryggði sér þar með titilinn. Bayern München varð í öðru sæti deildarinnar en liðið vann 2-1 sigur á Stuttgart sem um leið féll í þriðja sæti deildarinnar. Hertha Berlin hefði getað komið sér upp í þriðja sæti deildarinnar og þar með öðlast þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð en liðið steinlá fyrir Karlsruhe, 4-0, á útivelli. Stuttgart tekur því þátt í Meistaradeildinni á næstu leiktíð ásamt Wolfsburg og Bayern. Sigur Karlsruhe dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli þar sem að Energie Cottbus vann sinn leik, 3-0 gegn Leverkusen. Cottbus þarf að spila við liðið sem verður í þriðja sæti B-deildarinnar, heima og að heiman, um sæti í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Armenia Bielefeld hefði með sigri getað tryggt sér sæti í umspilinu á kostnað Cottbus en liðið gerði 2-2 jafntefli við Hannover í dag. Liðið varð því í átjánda og neðsta sæti en sigur hefði fleytt því upp í sextánda sætið. Hertha Berlin og Hamburg urðu í 4. og 5. sæti deildarinnar og taka þátt í Evrópudeildinni á næstu leiktíð. Aldrei hefur lið sem hefur verið jafn neðarlega og þegar vetrarhlé er gert á deildinni orðið meistari. Wolfsburg var þá í níunda sæti deildarinnar. Gamla metið áttu Hamburg (1982) og Stuttgart (2007) sem voru í fjórða sæti deildarinnar þegar þau urðu meistari. Sóknarmennirnir Grafite og Edin Dzeko skoruðu þrjú marka Wolfsburg í dag og settu þar með met í deildinni. Saman skoruðu þeir 54 mörk í deildinni en gamla metið áttu þeir Gerd Müller og Uli Höness sem skoruðu samtals 53 mörk fyrir Bayern München fyrst árið 1972 og svo aftur ári síðar. Grafite skoraði 28 mörk á tímabilinu og Dzeko 26. Felix Magath er knattspyrnustjóri Wolfsburg og hann bættist þar með í hóp þeirra fjögurra þjálfara sem hafa unnið þýska meistaratitilinn þrívegis. Magath vann titilinn tvívegis er hann var stjóri hjá Bayern München. Magath mun stýra liði Schalke á næstu leiktíð og ef hann gerir það lið einnig að meisturum verður hann fyrsti maðurinn í sögunni sem nær þeim árangri með þremur mismunandi liðum. Þýski boltinn Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Fleiri fréttir Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Sjá meira
Wolfsburg varð í dag þýskur meistari í knattspyrnu í fyrsta sinn í sögu félagsins. Þetta er í fyrsta sinn síðan 1970 að nýtt félag bætist í hóp þeirra sem hafa unnið þýska meistaratitilinn. Wolfsburg vann 5-1 sigur á Werder Bremen í dag og tryggði sér þar með titilinn. Bayern München varð í öðru sæti deildarinnar en liðið vann 2-1 sigur á Stuttgart sem um leið féll í þriðja sæti deildarinnar. Hertha Berlin hefði getað komið sér upp í þriðja sæti deildarinnar og þar með öðlast þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð en liðið steinlá fyrir Karlsruhe, 4-0, á útivelli. Stuttgart tekur því þátt í Meistaradeildinni á næstu leiktíð ásamt Wolfsburg og Bayern. Sigur Karlsruhe dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli þar sem að Energie Cottbus vann sinn leik, 3-0 gegn Leverkusen. Cottbus þarf að spila við liðið sem verður í þriðja sæti B-deildarinnar, heima og að heiman, um sæti í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Armenia Bielefeld hefði með sigri getað tryggt sér sæti í umspilinu á kostnað Cottbus en liðið gerði 2-2 jafntefli við Hannover í dag. Liðið varð því í átjánda og neðsta sæti en sigur hefði fleytt því upp í sextánda sætið. Hertha Berlin og Hamburg urðu í 4. og 5. sæti deildarinnar og taka þátt í Evrópudeildinni á næstu leiktíð. Aldrei hefur lið sem hefur verið jafn neðarlega og þegar vetrarhlé er gert á deildinni orðið meistari. Wolfsburg var þá í níunda sæti deildarinnar. Gamla metið áttu Hamburg (1982) og Stuttgart (2007) sem voru í fjórða sæti deildarinnar þegar þau urðu meistari. Sóknarmennirnir Grafite og Edin Dzeko skoruðu þrjú marka Wolfsburg í dag og settu þar með met í deildinni. Saman skoruðu þeir 54 mörk í deildinni en gamla metið áttu þeir Gerd Müller og Uli Höness sem skoruðu samtals 53 mörk fyrir Bayern München fyrst árið 1972 og svo aftur ári síðar. Grafite skoraði 28 mörk á tímabilinu og Dzeko 26. Felix Magath er knattspyrnustjóri Wolfsburg og hann bættist þar með í hóp þeirra fjögurra þjálfara sem hafa unnið þýska meistaratitilinn þrívegis. Magath vann titilinn tvívegis er hann var stjóri hjá Bayern München. Magath mun stýra liði Schalke á næstu leiktíð og ef hann gerir það lið einnig að meisturum verður hann fyrsti maðurinn í sögunni sem nær þeim árangri með þremur mismunandi liðum.
Þýski boltinn Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Fleiri fréttir Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Sjá meira