Starfsmenn Saab uggandi 18. febrúar 2009 19:00 Starfsmenn Saab bílaverksmiðjunnar í Svíþjóð eru uggandi um framtíð sína. Móðurfélagið General Motors bað í gær bandaríska ríkið um neyðarlán og segir Saab fara á hausinn innan örfárra vikna takist ekki að selja fyrirtækið. General Motors bað í gær bandaríska ríkið um sextán komma sex milljarða dala neyðarlán til viðbótar þeim þrettán komma fjórum sem þegar hafa fengist. Chrysler bað einnig um fimm milljarða en Ford segist ekki þrufa peninga í bili. Fjárþörfin virðist mest hjá General Motors sem kynnti fjármálaráðuneytinu bandaríska endurskipulagningaráform sín í gær. Segja á upp fjörutíu og sjö þúsund starfsmönnum , þar af tuttugu og sex þúsund starfsmönnum utan Bandaríkjanna. Fimm verksmiðjum í Bandaríkjunum verður lokað. Það skili hagnaði eftir tvö ár. Búið verði að borga lánin fyrir 2017. Óvíst er um framtíð Opel, Saab og Vauxhall dótturfélaga General Motors í Þýskalandi, Svíþjóð og Bretlandi. Stjórnendur General Motors segja erfitt að halda þar áfram að óbreyttu vegna mikils samdráttar í bílasölu í gjörvallri Evrópu. Bandaríski bílarisinn er nú í viðræðum við sænska ríkið um að það komi að rekstri Saab. Sænski orkumálaráðherrann sagði í samtali við sænska útvarpið í dag að ekkert yrði af því. Til þess þyrfti allt of mikið fé enda hefði Saab verið rekið með tapi í nær alla þá tvo áratugi sem General Motors hafi rekið fyrirtækið. Rúmlega fjögur þúsund manns starfa hjá Saab, flestir í verksmiðjunni í Trollhättan. Þar bíða starfsmenn og bæjarbúar milli vonar og ótta. Mest lesið 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Starfsmenn Saab bílaverksmiðjunnar í Svíþjóð eru uggandi um framtíð sína. Móðurfélagið General Motors bað í gær bandaríska ríkið um neyðarlán og segir Saab fara á hausinn innan örfárra vikna takist ekki að selja fyrirtækið. General Motors bað í gær bandaríska ríkið um sextán komma sex milljarða dala neyðarlán til viðbótar þeim þrettán komma fjórum sem þegar hafa fengist. Chrysler bað einnig um fimm milljarða en Ford segist ekki þrufa peninga í bili. Fjárþörfin virðist mest hjá General Motors sem kynnti fjármálaráðuneytinu bandaríska endurskipulagningaráform sín í gær. Segja á upp fjörutíu og sjö þúsund starfsmönnum , þar af tuttugu og sex þúsund starfsmönnum utan Bandaríkjanna. Fimm verksmiðjum í Bandaríkjunum verður lokað. Það skili hagnaði eftir tvö ár. Búið verði að borga lánin fyrir 2017. Óvíst er um framtíð Opel, Saab og Vauxhall dótturfélaga General Motors í Þýskalandi, Svíþjóð og Bretlandi. Stjórnendur General Motors segja erfitt að halda þar áfram að óbreyttu vegna mikils samdráttar í bílasölu í gjörvallri Evrópu. Bandaríski bílarisinn er nú í viðræðum við sænska ríkið um að það komi að rekstri Saab. Sænski orkumálaráðherrann sagði í samtali við sænska útvarpið í dag að ekkert yrði af því. Til þess þyrfti allt of mikið fé enda hefði Saab verið rekið með tapi í nær alla þá tvo áratugi sem General Motors hafi rekið fyrirtækið. Rúmlega fjögur þúsund manns starfa hjá Saab, flestir í verksmiðjunni í Trollhättan. Þar bíða starfsmenn og bæjarbúar milli vonar og ótta.
Mest lesið 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira