Hlutabréf hækkuðu í verði á mörkuðum í Asíu í morgun og reis Nikkei-vísitalan í Japan um 1,5 prósent. Fréttir af líklegu samkomulagi milli bandaríska bankarisans Citigroup og þarlendra stjórnvalda, um enn frekari neyðaraðstoð bankanum til handa, eru taldar líklegasta orsök hækkunarinnar en japanskir útflytjendur á borð við Toyota treysta mjög á Bandaríkjamarkað þar sem stór hluti framleiðslunnar er seldur.
Viðskipti erlent