Gjaldþrot á hverjum degi í viku Guðný Helga Herbertsdóttir skrifar 5. júlí 2009 14:02 Wall Street. 52 bankar í Bandaríkjunum hafa orðið gjaldþrota á árinu en sjö bankar lýstu sig gjaldþrota í síðustu viku. Þetta eru meir en helmingi fleiri bankagjaldþrot vestanhafs í ár en á öllu síðasta ári.Hér er um að ræða litla og meðalstóra héraðsbanka í Bandaríkjunum. Af þeim sjö sem urðu gjaldþrota í síðustu viku voru sex í Illinois og einn í Texas. Langflest hafa gjaldþrotin hinsvegar orðið í Kaliforníu en það ríki glímir nú við alvarlegan fjárhagsvanda.Í frétt um málið á CNN segir að samkvæmt upplýsingum frá tryggingarsjóði innistæðueigenda í Bandaríkjunum (FDIC) hafi gjaldþrotin í ár kostað sjóðinn 12,3 milljarða dollara, eða rúmlega 1.500 milljarða kr. Á öllu síðasta ári þurfti bandaríski tryggingarsjóðurinn að greiða 17,6 milljarða dollara vegna bankagjaldþrota en sjóðurinn tryggir allar innistæður upp að 250.000 dollurum. Sú upphæð var hækkuð úr 100.000 dollurum í fyrra.Þessir héraðsbankar hafa orðið illa úti í fjármálakreppunni þar sem fasteignaverð hefur hrapað og atvinnuleysi aukist sem gerir almenning illa í stakk búinn til að standa við afborganir og vexti af lánum sínum. Mest lesið „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
52 bankar í Bandaríkjunum hafa orðið gjaldþrota á árinu en sjö bankar lýstu sig gjaldþrota í síðustu viku. Þetta eru meir en helmingi fleiri bankagjaldþrot vestanhafs í ár en á öllu síðasta ári.Hér er um að ræða litla og meðalstóra héraðsbanka í Bandaríkjunum. Af þeim sjö sem urðu gjaldþrota í síðustu viku voru sex í Illinois og einn í Texas. Langflest hafa gjaldþrotin hinsvegar orðið í Kaliforníu en það ríki glímir nú við alvarlegan fjárhagsvanda.Í frétt um málið á CNN segir að samkvæmt upplýsingum frá tryggingarsjóði innistæðueigenda í Bandaríkjunum (FDIC) hafi gjaldþrotin í ár kostað sjóðinn 12,3 milljarða dollara, eða rúmlega 1.500 milljarða kr. Á öllu síðasta ári þurfti bandaríski tryggingarsjóðurinn að greiða 17,6 milljarða dollara vegna bankagjaldþrota en sjóðurinn tryggir allar innistæður upp að 250.000 dollurum. Sú upphæð var hækkuð úr 100.000 dollurum í fyrra.Þessir héraðsbankar hafa orðið illa úti í fjármálakreppunni þar sem fasteignaverð hefur hrapað og atvinnuleysi aukist sem gerir almenning illa í stakk búinn til að standa við afborganir og vexti af lánum sínum.
Mest lesið „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira