Hinir ofurríku tapa mest á fjármálakreppunni 25. júní 2009 11:31 Fjöldi ofurríkra einstaklinga hefur minnkað um fjórðung í fjármálakreppunni og þar með hefur dregið úr sannleika kenningarinnar um að hinir ríku haldi betur á fjármunum sínum en aðrir. Í umfjöllun Financial Times um málið er vitnað í nýja skýrslu, World Wealth Report, sem gefin er út árlega af Capgemini og Merrill Lynch. Þar segir að hinum ofurríku, þ.e. fólki sem á 30 milljónir dollara eða 3,8 milljarða kr., hafi fækkað um tæp 25% á síðasta ári og eru þeir nú 78.000 talsins á heimsvísu. Þetta er töluvert meiri hlutfallsleg fækkun en hjá þeim sem eru dollaramilljónamæringar í heiminum. Eins og fram kom í frétt hér á síðunni í gær fækkaði þeim um tæp 15% í fyrra. Þetta þýðir að fjölgun þessara auðmanna í báðum hópunum frá árinu 2005 hefur þurrkast út. Milljóna og milljarðamæringar eru sem fyrr flestir í Bandaríkjunum. Hinsvegar hefur þeim fjölgað verulega í Kína á undanförnum árum sem eiga meir en milljón dollara í fórum sínum. Voru þeir 364.000 talsins í fyrra. Var það í fyrsta sinn í sögunni sem þeir verða fleiri talsins en í Bretlandi. Breskir dollaramilljónamæringar í fyrra voru 362.000 talsins og fækkaði þeim um 131.000 á árinu. Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Fjöldi ofurríkra einstaklinga hefur minnkað um fjórðung í fjármálakreppunni og þar með hefur dregið úr sannleika kenningarinnar um að hinir ríku haldi betur á fjármunum sínum en aðrir. Í umfjöllun Financial Times um málið er vitnað í nýja skýrslu, World Wealth Report, sem gefin er út árlega af Capgemini og Merrill Lynch. Þar segir að hinum ofurríku, þ.e. fólki sem á 30 milljónir dollara eða 3,8 milljarða kr., hafi fækkað um tæp 25% á síðasta ári og eru þeir nú 78.000 talsins á heimsvísu. Þetta er töluvert meiri hlutfallsleg fækkun en hjá þeim sem eru dollaramilljónamæringar í heiminum. Eins og fram kom í frétt hér á síðunni í gær fækkaði þeim um tæp 15% í fyrra. Þetta þýðir að fjölgun þessara auðmanna í báðum hópunum frá árinu 2005 hefur þurrkast út. Milljóna og milljarðamæringar eru sem fyrr flestir í Bandaríkjunum. Hinsvegar hefur þeim fjölgað verulega í Kína á undanförnum árum sem eiga meir en milljón dollara í fórum sínum. Voru þeir 364.000 talsins í fyrra. Var það í fyrsta sinn í sögunni sem þeir verða fleiri talsins en í Bretlandi. Breskir dollaramilljónamæringar í fyrra voru 362.000 talsins og fækkaði þeim um 131.000 á árinu.
Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira