Hinir ofurríku tapa mest á fjármálakreppunni 25. júní 2009 11:31 Fjöldi ofurríkra einstaklinga hefur minnkað um fjórðung í fjármálakreppunni og þar með hefur dregið úr sannleika kenningarinnar um að hinir ríku haldi betur á fjármunum sínum en aðrir. Í umfjöllun Financial Times um málið er vitnað í nýja skýrslu, World Wealth Report, sem gefin er út árlega af Capgemini og Merrill Lynch. Þar segir að hinum ofurríku, þ.e. fólki sem á 30 milljónir dollara eða 3,8 milljarða kr., hafi fækkað um tæp 25% á síðasta ári og eru þeir nú 78.000 talsins á heimsvísu. Þetta er töluvert meiri hlutfallsleg fækkun en hjá þeim sem eru dollaramilljónamæringar í heiminum. Eins og fram kom í frétt hér á síðunni í gær fækkaði þeim um tæp 15% í fyrra. Þetta þýðir að fjölgun þessara auðmanna í báðum hópunum frá árinu 2005 hefur þurrkast út. Milljóna og milljarðamæringar eru sem fyrr flestir í Bandaríkjunum. Hinsvegar hefur þeim fjölgað verulega í Kína á undanförnum árum sem eiga meir en milljón dollara í fórum sínum. Voru þeir 364.000 talsins í fyrra. Var það í fyrsta sinn í sögunni sem þeir verða fleiri talsins en í Bretlandi. Breskir dollaramilljónamæringar í fyrra voru 362.000 talsins og fækkaði þeim um 131.000 á árinu. Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Fjöldi ofurríkra einstaklinga hefur minnkað um fjórðung í fjármálakreppunni og þar með hefur dregið úr sannleika kenningarinnar um að hinir ríku haldi betur á fjármunum sínum en aðrir. Í umfjöllun Financial Times um málið er vitnað í nýja skýrslu, World Wealth Report, sem gefin er út árlega af Capgemini og Merrill Lynch. Þar segir að hinum ofurríku, þ.e. fólki sem á 30 milljónir dollara eða 3,8 milljarða kr., hafi fækkað um tæp 25% á síðasta ári og eru þeir nú 78.000 talsins á heimsvísu. Þetta er töluvert meiri hlutfallsleg fækkun en hjá þeim sem eru dollaramilljónamæringar í heiminum. Eins og fram kom í frétt hér á síðunni í gær fækkaði þeim um tæp 15% í fyrra. Þetta þýðir að fjölgun þessara auðmanna í báðum hópunum frá árinu 2005 hefur þurrkast út. Milljóna og milljarðamæringar eru sem fyrr flestir í Bandaríkjunum. Hinsvegar hefur þeim fjölgað verulega í Kína á undanförnum árum sem eiga meir en milljón dollara í fórum sínum. Voru þeir 364.000 talsins í fyrra. Var það í fyrsta sinn í sögunni sem þeir verða fleiri talsins en í Bretlandi. Breskir dollaramilljónamæringar í fyrra voru 362.000 talsins og fækkaði þeim um 131.000 á árinu.
Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira