Viðskipti erlent

Yfir 1.200 limmósínur pantaðar í Kaupmannahöfn

Búið er að panta yfir 1.200 limmósínur vegna loftsslagsráðstefnunnar í Kaupmannahöfn og hafa bílaleigur þar í borg ekki undan að anna eftirspurninni. Þá er von á 140 einkaþotum til borgarinnar vegna ráðstefnunnar. Mengunin af þessum farartækjum verður á við það sem meðalstór bresk borg lætur frá sér meðan á ráðstefnunni stendur.

Þetta kemur fram í umfjöllun breska blaðsins Telegraph um helgina. Þar er rætt við Majken Friss Jörgensen forstjóra stærstu limmónsínleigu Kaupmannahafnar. Hann segir að á meðaldegi séu um 12 limmósínur frá þeim á götum borgarinnar. Þegar ráðstefnan opnar í dag verður leigan með 200 limmósínur á götum Kaupmannahafnar.

„Við héldum að við yrðum ekki með svona margar limmósínur á götunum þar sem þetta er loftslagsráðstefna," segir Jörgensen. „En einhver virðist hafa litið á veðurspána."

Samkvæmt upplýsingum frá Kastrup hafa 140 einkaþotur boðað lendingu sína á flugvellinum vegna ráðstefnunnar. Þetta er mun meira en flugvöllurinn getur annað með góðu móti og því hefur hluta af þessum þotum verið beint til flugvalla í Svíþjóð.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×