Ísland ekki lengur land heldur sjóður 4. mars 2009 00:01 Einn af þekktustu viðskiptarithöfundum Bandaríkjanna segir íslenska karla hafa stýrt uppbyggingu fjármálageirans af fífldirfsku og vankunnáttu. Mynd/Valli Ísland er gjaldþrota land, krónan búin að vera, skuldir margföld landsframleiðsla og fólk hamstrar mat og peninga samtímis því sem það sprengir upp Range Rover-jeppana sína til að ná peningum út úr tryggingafélögum. Þetta eru inngangsorð úttektar á uppsveiflunni hér og hruninu í fyrrahaust, og birtist í aprílhefti bandaríska tímaritsins Vanity Fair undir heitinu Wall Street í freðmýrinni (e. Wall Street on the Tundra). Höfundurinn Michael Lewis lýsir hruni íslenska efnahagslífsins á gamansaman en gagnrýninn hátt og ræðir við fjölda Íslendinga og erlenda aðila um málið. Þar á meðal er starfsmaður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem undrast hvernig vel menntuð þjóð gat ratað í þær þrengingar sem hún sitji nú í. Hann segir Ísland ekki lengur land, heldur vogunarsjóð, sem hafi stundað afar áhættusama fjármálastarfsemi byggða á aðgengi að ódýru lánsfé. Þjóðin hafi síðan lokað á alla þá sem gagnrýndu uppganginn. Lewis segir menn ekki hafa velt vöngum lengi yfir fjárfestingu sinni og bendir á yfirtöku Kaupþings á Singer & Friedlander sem hófst árið 2003. Svipuðu máli hafi gegnt um kaup FL Group á stórum hlut í bandarísku flugrekstrarsamstæðunni AMR. Þar hafi menn síðan reynt að kenna Bandaríkjamönnum hvernig eigi að reka flugfélag. Helsta niðurstaða Lewis er sú að karlar hafi stýrt landinu í þrot og slegið á hendur kvenna sem vildu draga úr áhættunni. Nú sé þeirra tími runninn upp. jonab@markadurinn.is Markaðir Viðskipti Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira
Ísland er gjaldþrota land, krónan búin að vera, skuldir margföld landsframleiðsla og fólk hamstrar mat og peninga samtímis því sem það sprengir upp Range Rover-jeppana sína til að ná peningum út úr tryggingafélögum. Þetta eru inngangsorð úttektar á uppsveiflunni hér og hruninu í fyrrahaust, og birtist í aprílhefti bandaríska tímaritsins Vanity Fair undir heitinu Wall Street í freðmýrinni (e. Wall Street on the Tundra). Höfundurinn Michael Lewis lýsir hruni íslenska efnahagslífsins á gamansaman en gagnrýninn hátt og ræðir við fjölda Íslendinga og erlenda aðila um málið. Þar á meðal er starfsmaður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem undrast hvernig vel menntuð þjóð gat ratað í þær þrengingar sem hún sitji nú í. Hann segir Ísland ekki lengur land, heldur vogunarsjóð, sem hafi stundað afar áhættusama fjármálastarfsemi byggða á aðgengi að ódýru lánsfé. Þjóðin hafi síðan lokað á alla þá sem gagnrýndu uppganginn. Lewis segir menn ekki hafa velt vöngum lengi yfir fjárfestingu sinni og bendir á yfirtöku Kaupþings á Singer & Friedlander sem hófst árið 2003. Svipuðu máli hafi gegnt um kaup FL Group á stórum hlut í bandarísku flugrekstrarsamstæðunni AMR. Þar hafi menn síðan reynt að kenna Bandaríkjamönnum hvernig eigi að reka flugfélag. Helsta niðurstaða Lewis er sú að karlar hafi stýrt landinu í þrot og slegið á hendur kvenna sem vildu draga úr áhættunni. Nú sé þeirra tími runninn upp. jonab@markadurinn.is
Markaðir Viðskipti Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira